Innlent

Margir krefjast íbúakosningar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
United Silicon.
United Silicon. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. Í gærkvöldi höfðu rúmlega 200 manns skrifað undir kröfuna.

Samtökin segja að í sveitarstjórnarkosningunum síðasta vor hafi flestir flokkar lagt áherslu á umhverfismál tengd Helguvík. Bent er á að í sáttmála meirihluta bæjarstjórnar segi að framboðin hafni mengandi stóriðju í Helguvík og að leitað verði lausna til að tryggja að atvinnuuppbygging verði ávallt í sátt við íbúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×