Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 20:50 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telja sig standa í stéttastríði. Mynd/Samsett Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent. Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent.
Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira