Skortur á eftirliti með eineltismálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2018 23:25 Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Þingmaður Pírata segir það þurfa að vera skýrara hver beri ábyrgð á að lögum sé fylgt þegar barn verður fyrir einelti. Þá þurfi einhver að sinna eftirlitshlutverki með skólastjórnendum. Í fréttum okkar í gær sagði Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs lagður er í gróft einelti, frá ráðaleysi sínu. Hún sagðist vera að bugast á ástandinu þar sem sonur hennar væri beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í skólanum. Hún lýsti því að skólayfirvöld og kennarar hafi gert sitt besta til að finna lausnir á ástandinu en að eineltið haldi áfram. Hún vilji ekki að sonur sinn skipti um skóla enda sé hann ekki vandamálið. Sjá nánar: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Jón Þór Ólafsson, talsmaður barna fyrir þingflokk Pírata, segir að í svona málum þurfi að horfa til Laga um réttindi barna. Þau séu skýr en að framfylgdin sé ekki nógu góð.Dagmar Ýr Snorradóttir, móðir drengsins.Stöð 2„Það er alveg skýrt í þriðju greininni að réttindi barna skulu vera í forgangi, sama hvort það er í starfi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins, dómsvaldsins, sveitarfélaga; allir eiga að setja réttindi barna í forgang.“ Það sé ekki gert þegar barn verður fyrir ítrekuðu einelti. Jón Þór bauð Dagmar að hitta sig í dag vegna málsins: „Þannig að ég geti haldið áfram að sinna mínu hlutverki í þessu máli. Hún talar um það að skólinn sé að bregðast vel við, þó of seint, en aðilinn sem er elstur og var að beita soninn einelti er kominn með stuðningsfulltrúa og það er skref í rétta átt og hún er að fara að funda með þeim aftur í dag. Í stóra samhenginu þarf að laga. Á meðan drengurinn er ekki öruggur í skólanum, þá eru til dæmis bræður hennar núna að koma á skólalóðina út af því að strákurinn sagðist ekki vilja fara í skólann nema hann væri öruggur. Þetta er eitthvað sem skólinn gæti tekið upp og sett stuðningsfulltrúa.“ Það þurfi einhver að bera ábyrgð og það þurfi einhver að fylgjast með því að skólastjórnendur framfylgi lögunum. „Hver ber ábyrgð sem ráðherra? Og svo þarf maður að fara niður, hver ber ábyrgðina á þeim? Og svo fer maður niður til sveitarfélaganna, hvaða ábyrgð hafa sveitarfélögin gagnvart skólunum að þeir séu að tryggja réttindi barna eins og í þessu tilfelli,“ segir Jón Þór.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32 Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Vinsælasti strákurinn mesti eineltishrottinn Björn Leví Gunnarsson þingmaður var lagður í einelti í grunnskóla. 22. nóvember 2018 11:32
Móðir sex ára drengs sem lagður er í einelti: „Það er verið að hóta því að drepa hann“ Dagmar Ýr, móðir sex ára drengs, sem lagður er í gróft einelti segist algjörlega ráðalaus. Hún sé að bugast á ástandinu. Sérfræðingur í eineltismálum segir nokkuð algengt að börn allt niður í leikskólaaldur verði fyrir einelti. 25. nóvember 2018 18:45