Jimmy Butler hetja 76ers liðsins í annað skiptið á átta dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 07:30 Jimmy Butler. Vísir/Getty Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108 NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers sigur á Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta og er heldur betur að reynast sínu nýja liði dýrmætur. Orlando Magic endaði þriggja leikja sigurgöngu Los Angeles Lakers og Toronto Raptors vann sinn fimmta leik í röð.Átta dögum eftir að hann skoraði sigurkörfu í framlengingu á móti Charlotte Hornets var Jimmy Butler aftur hetja sinna manna í nótt. Jimmy Butler tryggði Philadelphia 76ers 127-125 útisigur á Brooklyn Nets með þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok. „Brett Brown þjálfari setti þetta upp og liðsfélagarnir mínir treysta mér til að taka þessi skot í lokin. Ég fór þangað sem ég vildi taka skotið og setti þetta niður. Ef ég segi alveg eins og er þá gat þetta verið hver sem er. Liðsfélagar minir hafa mikla trú á mér en ég hef miklu meiri trú á þeim,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. Þetta var fimmta sigurkarfa Jimmy Butler frá byrjun 2015-16 tímabilsins þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Aðeins Russell Westbrook (sjö) hefur skorað fleiri slíkar á þessum tíma. Það fylgir líka sögunni að núverandi liðsfélagar Butler hafa aðeins hitt úr 1 af 13 slíkum skotum á sama tíma. Jimmy Butler endaði leikinn með 34 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta en Joel Embiid var með 32 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. D’Angelo Russell skoraði 38 stig fyrir Brooklyn og bætti við 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.Orlando Magic hefur greinilega tak á Los Angeles Lakers eftir annan sigurinn á LeBron James og félögum á aðeins átta dögum. Nikola Vucevic var með 31 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í 108-104 sigri Orlando Magic á Lakers í Staples Center í Los Angeles. Terrence Ross skoraði úrslitakörfuna í lokin en hann var með 16 stig. Orlando vann Lakers 130-117 á heimavelli 17. nóvember síðastliðinn. LeBron James skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers-liðið sem var fyrir leikinn búið að við vinna þrjá leiki í röð og sex af síðustu sjö. Kyle Kuzma var með 21 stig og Brandon Ingram skoraði 17 stig. Los Angeles Lakers liðið skoraði ekki stig síðustu 2:24 í leiknum. Lakers menn tóku fjögur skot á lokakaflanum og allt þriggja stiga skot. LeBron James tók þó aðeins eitt þeirra en ískaldur Kentavious Caldwell-Pope reyndi tvö misheppnuð skot í lokin.Stórleikur Dwyane Wade af bekknum dugði ekki Miami Heat á móti Toronto Raptors. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók 10 fráköst í 124-115 sigri Toronto Raptors á Miami og Kyle Lowry bætti við 12 stigum og 10 stoðsendingum. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð en liðið er með besta árangurinn í deildinni. Dwyane Wade kom inn af bekknum og skoraði 35 stig sem er það mesta sem varamaður hefur skorað í einum leik fyrir Miami Heat. Enn eitt Miami Heat metið hjá Dwyane Wade. Josh Richardson skoraði 19 stig fyrir Heat liðið og Bam Adebayo var með 16 stig og 21 frákast.Enes Kanter tók 26 fráköst og skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 103-98 sigur á Memphis Grizzlies. Tim Hardaway yngri var með 22 stig og Emmanuel Mudiay skoraði 17 stig í þriðja sigri Knicks liðsins í röð. Marc Gasol var stighæstur hjá Memphis með 27 stig en Mike Conley skoraði 23 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 100-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 112-133 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 124-123 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 125-127 Memphis Grizzlies - New York Knicks 98-103 Toronto Raptors - Miami Heat 125-115 Detroit Pistons - Phoenix Suns 118-107 Los Angeles Lakers - Orlando Magic 104-108
NBA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum