Patrekur: Stoltur af félaginu og strákunum Arnar Helgi Magnússon skrifar 24. nóvember 2018 20:02 Patrekur er stoltur. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu” Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu”
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30