Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Skallagrímur 85-79 | Breiðablik komið á blað Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 24. nóvember 2018 19:45 Það var þungu fargi af Blikastelpum létt í kvöld. Vísir/Daníel Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Dominos deild kvenna. Þær unnu Skallagrím á heimavelli en Breiðablik voru án sigurs í átta leikjum fyrir leik kvöldsins. Með sigri kvöldsins eru Blikar einungis einum sigri frá 7. sæti en þar eru Haukar. Tapið er mikill skellur fyrir Skallagrím í baráttunni um fjórða sætið. Skallagrímur byrjaði leikinn miklu betur og voru betri allan fyrri hálfleikinn. Þær gátu alltaf fundið gott skot þegar þær vildu og leyfðu einungis þremur Blikum að skora í fyrri hálfleik. Björk Gunnarsdóttir setti niður tvo þrista í röð í upphafi annars leikhluta. Þessir þristar gáfu Blikum trú á verkefnið en þær voru frábærar báðu megin á vellinum í seinni hálfleik. Blikar komust í fyrsta skipti yfir í leiknum með einungis einni hálfri mínútu eftir af leiknum. Þær spiluðu frábærlega í seinni hálfleik til að ná að vinna upp forskot Skallagríms. Allan fjórða leikhlutann var stemninginn í húsinu þannig að Blikar voru að ná Skallagrím. Blikar voru að spila frábæra pressuvörn og náðu þannig í fullt af snöggum körfum.Úr leik kvöldsins.vísir/daníelAf hverju vann Breiðablik? Skallagrímsstelpurnar héldu að þessi sigur væri kominn í höfn í hálfleik hugsa ég. Nenntu ekki að hlaupa aftur í vörn í seinni hálfleik og köstuðu boltanum endalaust frá sér. Blikastelpurnar spiluðu frábæra vörn í seinni hálfleik. Settu mikla boltapressu á Skallagrím og þvinguðu þannig fram mikið af töpuðum boltum. Lykilleikmenn í Blika liðinu stigu upp í lok leiks þegar lykilleikmenn Skallagríms klúðruðu erfiðum skotum og köstuðu boltanum frá sér. Of margar í Skallagríms liðinu sem vilja fá að taka stóru skotin á meðan að það eru betur skilgreind hlutverk í Blikaliðinu. Hverjar stóðu upp úr? Kelly Faris er held ég bara minn uppáhalds leikmaður í þessari deild. Orkan hennar varnarlega er gjörsamlega geggjuð, á stóran hlut í að Skallagrímur skoraði einungis 25 stig í seinni hálfleik. Sanja Orazovic leikmaður Breiðabliks setti niður risaskot þegar Blikar þurftu á henni að halda. Frábær frammistaða hjá henni sóknarlega en hún barðist líka vel varnarlega. Björk Gunnarsdóttir leikstjórnandi Breiðabliks var á eldi í kvöld, setti niður 5 af 9 þriggjastigaskot tilraunum sínum. Björk stýrði einnig liðinu mjög vel sóknarlega í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Blikar fara í Hafnarfjörðinn og spila þar gríðarlega mikilvægan leik í fallbaráttunni á miðvikudaginn. Skallagrímur fá Keflavík í heimsókn í Fjósinu á miðvikudaginn en Skallagrímur hefur einungis tapað einu sinni á heimavelli í haust.Antonio tók við Blikaliðinu á dögunum og fyrsti sigurinn er kominn í hús.vísir/daníelAntonio: Þegar allir spila vörn er restin auðveld Hver var lykillinn að sigrinum í kvöld? „Stelpurnar. Stelpurnar æfðu mjög vel í vikunni og eiga stórt hrós skilið. Þær lærðu kannski of marga hluti og voru þar af leiðandi ringlaðar á köflum en það er eðlilegt. En ég held að lykillinn hafi bara verið baráttan í stelpunum.” Eftir slæman fyrri hálfleik voru stelpurnar frábærar í seinni hálfleik. Hvað sagðir þú eiginlega við þær í klefanum? „Það get ég ekki sagt þér, þá myndu allir aðrir byrja að nota leyndarmálin mín. Nei en við litum bara í eigin barm, við ákváðum að treysta hvor öðru. Ég sagði að það eru ellefu í hóp í kvöld og það þurfa allir að skila sínu framlagi, líka þær sem sitja á bekknum. Þetta er frábær hópur, það er kominn tími til að sýna hvað við getum og við gerðum það í kvöld með frábærum varnarleik. Þegar fimm leikmenn spila saman í vörn þá er restin auðveld. „Þetta þýðir mikið. Þetta voru erfiðir tveir mánuðir án sigurs. Ég, Margrét og allt félagið höfðum samt alltaf trú á stelpunum. Ég vona að þetta sé fyrsti sigurinn af mörgum þar sem þetta eru frábærar stelpur,” sagði Antonio d’Albero þjálfari Breiðabliks um hvað sigurinn þýðir fyrir liðið.Ari þungt hugsi í leiknum í dag.vísir/daníelAri Gunn: „Hendum boltanum útaf og í hendurnar á hinu liðinu” Tap í kvöld Ari, hvað fór úrskeiðis? „Bara hellingur. Ég veit það ekki, horfðir þú ekki á leikinn?” Skallagrímur skoraði einungis tvö stig á fyrstu sjö mínútum seinni hálfleiks. Þetta fannst Ara að liðið hans hefði getað gert betur á þeim kafla. „Skora fleiri stig, spila betri vörn.” Burtséð frá tapinu þá spiluðuð þið vel í fyrri hálfleik, hvað gekk upp þá? „Þar var liðið að spila vel saman. Eins og vanalega þá kemur liðið mitt hrokafullt inn í seinni hálfleikinn og hélt að þetta væri bara komið. Þær komu bara værukærar inn í seinni hálfleikinn og voru ekki tilbúnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Við þurfum að skoða það, ég hélt að við værum allavega búin að stíga skrefið. Auðsjáanlega er ég með of margar stjörnur í þessu liði.” „Hendum boltanum útaf og í hendurnar á hinu liðinu,” sagði Ari Gunnarsson þjálfari Skallagríms um hvernig liðið hans tapaði 18 boltum í kvöld. Dominos-deild kvenna
Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Dominos deild kvenna. Þær unnu Skallagrím á heimavelli en Breiðablik voru án sigurs í átta leikjum fyrir leik kvöldsins. Með sigri kvöldsins eru Blikar einungis einum sigri frá 7. sæti en þar eru Haukar. Tapið er mikill skellur fyrir Skallagrím í baráttunni um fjórða sætið. Skallagrímur byrjaði leikinn miklu betur og voru betri allan fyrri hálfleikinn. Þær gátu alltaf fundið gott skot þegar þær vildu og leyfðu einungis þremur Blikum að skora í fyrri hálfleik. Björk Gunnarsdóttir setti niður tvo þrista í röð í upphafi annars leikhluta. Þessir þristar gáfu Blikum trú á verkefnið en þær voru frábærar báðu megin á vellinum í seinni hálfleik. Blikar komust í fyrsta skipti yfir í leiknum með einungis einni hálfri mínútu eftir af leiknum. Þær spiluðu frábærlega í seinni hálfleik til að ná að vinna upp forskot Skallagríms. Allan fjórða leikhlutann var stemninginn í húsinu þannig að Blikar voru að ná Skallagrím. Blikar voru að spila frábæra pressuvörn og náðu þannig í fullt af snöggum körfum.Úr leik kvöldsins.vísir/daníelAf hverju vann Breiðablik? Skallagrímsstelpurnar héldu að þessi sigur væri kominn í höfn í hálfleik hugsa ég. Nenntu ekki að hlaupa aftur í vörn í seinni hálfleik og köstuðu boltanum endalaust frá sér. Blikastelpurnar spiluðu frábæra vörn í seinni hálfleik. Settu mikla boltapressu á Skallagrím og þvinguðu þannig fram mikið af töpuðum boltum. Lykilleikmenn í Blika liðinu stigu upp í lok leiks þegar lykilleikmenn Skallagríms klúðruðu erfiðum skotum og köstuðu boltanum frá sér. Of margar í Skallagríms liðinu sem vilja fá að taka stóru skotin á meðan að það eru betur skilgreind hlutverk í Blikaliðinu. Hverjar stóðu upp úr? Kelly Faris er held ég bara minn uppáhalds leikmaður í þessari deild. Orkan hennar varnarlega er gjörsamlega geggjuð, á stóran hlut í að Skallagrímur skoraði einungis 25 stig í seinni hálfleik. Sanja Orazovic leikmaður Breiðabliks setti niður risaskot þegar Blikar þurftu á henni að halda. Frábær frammistaða hjá henni sóknarlega en hún barðist líka vel varnarlega. Björk Gunnarsdóttir leikstjórnandi Breiðabliks var á eldi í kvöld, setti niður 5 af 9 þriggjastigaskot tilraunum sínum. Björk stýrði einnig liðinu mjög vel sóknarlega í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Blikar fara í Hafnarfjörðinn og spila þar gríðarlega mikilvægan leik í fallbaráttunni á miðvikudaginn. Skallagrímur fá Keflavík í heimsókn í Fjósinu á miðvikudaginn en Skallagrímur hefur einungis tapað einu sinni á heimavelli í haust.Antonio tók við Blikaliðinu á dögunum og fyrsti sigurinn er kominn í hús.vísir/daníelAntonio: Þegar allir spila vörn er restin auðveld Hver var lykillinn að sigrinum í kvöld? „Stelpurnar. Stelpurnar æfðu mjög vel í vikunni og eiga stórt hrós skilið. Þær lærðu kannski of marga hluti og voru þar af leiðandi ringlaðar á köflum en það er eðlilegt. En ég held að lykillinn hafi bara verið baráttan í stelpunum.” Eftir slæman fyrri hálfleik voru stelpurnar frábærar í seinni hálfleik. Hvað sagðir þú eiginlega við þær í klefanum? „Það get ég ekki sagt þér, þá myndu allir aðrir byrja að nota leyndarmálin mín. Nei en við litum bara í eigin barm, við ákváðum að treysta hvor öðru. Ég sagði að það eru ellefu í hóp í kvöld og það þurfa allir að skila sínu framlagi, líka þær sem sitja á bekknum. Þetta er frábær hópur, það er kominn tími til að sýna hvað við getum og við gerðum það í kvöld með frábærum varnarleik. Þegar fimm leikmenn spila saman í vörn þá er restin auðveld. „Þetta þýðir mikið. Þetta voru erfiðir tveir mánuðir án sigurs. Ég, Margrét og allt félagið höfðum samt alltaf trú á stelpunum. Ég vona að þetta sé fyrsti sigurinn af mörgum þar sem þetta eru frábærar stelpur,” sagði Antonio d’Albero þjálfari Breiðabliks um hvað sigurinn þýðir fyrir liðið.Ari þungt hugsi í leiknum í dag.vísir/daníelAri Gunn: „Hendum boltanum útaf og í hendurnar á hinu liðinu” Tap í kvöld Ari, hvað fór úrskeiðis? „Bara hellingur. Ég veit það ekki, horfðir þú ekki á leikinn?” Skallagrímur skoraði einungis tvö stig á fyrstu sjö mínútum seinni hálfleiks. Þetta fannst Ara að liðið hans hefði getað gert betur á þeim kafla. „Skora fleiri stig, spila betri vörn.” Burtséð frá tapinu þá spiluðuð þið vel í fyrri hálfleik, hvað gekk upp þá? „Þar var liðið að spila vel saman. Eins og vanalega þá kemur liðið mitt hrokafullt inn í seinni hálfleikinn og hélt að þetta væri bara komið. Þær komu bara værukærar inn í seinni hálfleikinn og voru ekki tilbúnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Við þurfum að skoða það, ég hélt að við værum allavega búin að stíga skrefið. Auðsjáanlega er ég með of margar stjörnur í þessu liði.” „Hendum boltanum útaf og í hendurnar á hinu liðinu,” sagði Ari Gunnarsson þjálfari Skallagríms um hvernig liðið hans tapaði 18 boltum í kvöld.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti