Fótbolti

Hrakfarir Real Madrid halda áfram

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/getty
Hrakfarir Real Madrid halda áfram eftir 3-0 tap gegn Eibar í spænska deildinni í dag en liðið situr í sjötta sæti deildarinnar eftir leikinn.

 

Eins og vitað er var Julen Lopetegui látinn taka poka sinn fyrir tæpum mánuði eftir hrikalegt gengi en fátt virðist benda til þess að spilamennska Madrid hafi batnað mikið eftir brottreksturinn og eftir að Santiago Solari tók við liðinu tímabundið.

 

Það voru liðsmenn Eibar sem byrjuðu leikinn mikið betur og skoraði Gonzalo Escalante á 16. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Í byrjun seinni hálfleiksins skoraði Eibar síðan tvö mörk á fimm mínútna kafla sem gerði útum leikinn en það voru þeir Sergi Enrich og Kike sem skoruðu.

 

Eftir leikinn er Real með 20 stig í sjötta sæti deildarinnar á meðan Eibar er sæti neðar með 18 stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×