Heilbrigðisráðherra vill skoða mál pólsks talmeinafræðings Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 20:30 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skoða mál talmeinafræðings frá Póllandi, sem ekki fær starfsleyfi á Íslandi þar sem enginn íslenskur yfirmaður getur staðfest íslenskukunnáttu hans. Talmeinafræðingurinn fékk upphaflega bráðabirgðaleyfi sem ekki hefur verið endurnýjað. Pawel Bartoszek varaþingmaður Viðreisnar tók málið upp í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fái ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni vegna þess að íslenskir talmeinafræðingar hvorki vilji né geti veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Í Fréttablaðinu kom fram að þetta þýddi að börn af pólskum uppruna fái talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. En Gotthardt hefur engan íslenskan yfirmann sem lögin krefjast að votti íslenskukunnáttu hennar. „Og því miður er þessi saga ekki einsdæmi. Ég þekki fleiri svona dæmi þar sem kerfið sem ráðherrann ber ábyrgð á er alls ekki að reyna að hjálpa fólki að öðlast réttindi í samræmi við menntun sína. Eiga erlendir menntaðir talmeinafræðingar, næringarfræðingar og sálfræðingar að skúra og afgreiða á börum á meðan kerfið japlar á umsóknum þeirra,” spurði Pawel. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði málið anga samfélags sem lengst af hafi búið við eina menningu og eitt tungumál sem betur fer væri það að breytast. „En sem betur fer erum við nú að fara inn í samfélag þar sem fjölmenning er viðurkennd og eftirsóknarverð,” sagði heilbrigðisráðherra. Samfélagið þyrfti því að aðlaga lög, reglugerðir og framkvæmd mála enda hafi menntamálaráðherra boðað lagabreytingar í þessa átt. Skoða þurfi þessi mál í heild og gæta öryggishagsmuna sjúklinga t.d. varðandi heilbrigðisstarfsmenn. „En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn háttvirts þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira