Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 12:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrum formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira