Fótbolti

La Liga kærir spænska knattspyrnusambandið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Barcelona og Girona hafa samþykkt að færa leikinn til Miami
Barcelona og Girona hafa samþykkt að færa leikinn til Miami vísir/getty
Forráðamenn La Liga deildarinnar á Spáni hafa farið fyrir dómstóla með málið um hvort spila megi leik í deildinni í Bandaríkjunum.

Spænska knattspyrnusambandið er á móti áætlunum deildarinnar um að spila einn leik á ári í Bandaríkjunum. La Liga hefur hunsað mótmæli knattspyrnusambandsins og haldið áfram skipulagningu á leiknum, Girona og Barcelona eiga að mætast í Miami í Flórída 26. janúar.

Þrátt fyrir allt sem La Liga hefur gert í undirbúningi leiksins þá stendur eftir sú staðreynd að knattspyrnusambandið þarf að gefa leyfi fyrir framkvæmd leiksins, sem það hefur ekki gert.

Nú hafa forráðamenn deildarinnar brugðið á það ráð að kæra knattspyrnusambandið til þess að neyða fram samþykki fyrir leiknum.

Auk samþykkis knattspyrnusambandsins þurfa FIFA, knattspyrnusamband Bandaríkjanna og knattspyrnusamband Norður-Ameríku einnig að samþykkja framkvæmd leiksins.

La Liga hefur áður sagst ætla að fara fyrir íþróttadómstólinn ákveði FIFA að mótmæla leiknum.


Tengdar fréttir

La Liga íhugar að kæra FIFA

Forráðamenn La Liga deildarinnar hafa hótað því að kæra alþjóðaknattspyrnusambandið til íþróttadómstólsins ætli sambandið sér að standa í vegi fyrir því að leikur í La Liga verði leikinn í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×