Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 16:00 Sjúkrahótelið við Landspítalann. Mynd/NLSH Nýi Landspítalinn, NLSH ohf., náði í dag samkomulagi við Munck Íslandi ehf. um verkskil á sjúkrahótelinu við Hringbraut. Framkvæmdum á sjúkrahótelinu og lóð þess er þó ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. Ágreiningur hefur verið uppi milli NHLSH ohf. og Munck Íslandi ehf., um ýmis atriði er varða samningssamband þeirra, þ.á m. um tímasetningu umsaminna verkloka, skilaástand og ábyrgð á athugasemdum vegna verklokaúttektar, orsakir á töfum verksins, tafabætur, réttmæti reikninga, skaðabætur vegna tafa, verkgæði, annmarka á verkinu o.fl. Í ljósi ágreinings óskaði NLSH ohf. eftir því í samræmi við heimildir sínar að verkskil og afhending verktaka á sjúkrahótelinu og þeirri lóð sem framkvæmdir lutu að samkvæmt verksamningi og útboðsgögnum, færi fram nú þegar. „Nú í kjölfar afhendingar getur verkkaupi lokið því sem eftir stendur af verkframkvæmdum án þess að leysa þurfi fyrst úr fyrrgreindum ágreiningi aðila sem rekja má til samningssambands þeirra. Afhending sjúkrahótels og lóðar fer því fram frá og með 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu. NLSH ohf. og Munck Ísland ehf. hafa einnig gert með sér gerðardómssamning þar sem kveðið er á um að gerðardómur fjalli með bindandi hætti um öll þau ágreiningsefni sem risið hafa og rísa kunna vegna verksamningsins. Á þessu stigi munu aðilar ekki tjá sig opinberlega um kröfur sínar og mun kostnaðaruppgjör framkvæmdarinnar liggja fyrir að lokinni niðurstöðu gerðardóms. „NLSH ohf. mun við yfirtöku á húsinu og lóð, ganga til fullnustu þeirra verka sem nauðsynlegt er til að koma húsinu í rekstrarhæft ástand, en stefnt er að því að allur innbúnaður verði kominn í húsið við árslok og húsið tilbúið til afhendingar til stjórnvalda í upphafi næsta árs.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16 Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52 Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Nýi Landspítalinn, NLSH ohf., náði í dag samkomulagi við Munck Íslandi ehf. um verkskil á sjúkrahótelinu við Hringbraut. Framkvæmdum á sjúkrahótelinu og lóð þess er þó ekki lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. Ágreiningur hefur verið uppi milli NHLSH ohf. og Munck Íslandi ehf., um ýmis atriði er varða samningssamband þeirra, þ.á m. um tímasetningu umsaminna verkloka, skilaástand og ábyrgð á athugasemdum vegna verklokaúttektar, orsakir á töfum verksins, tafabætur, réttmæti reikninga, skaðabætur vegna tafa, verkgæði, annmarka á verkinu o.fl. Í ljósi ágreinings óskaði NLSH ohf. eftir því í samræmi við heimildir sínar að verkskil og afhending verktaka á sjúkrahótelinu og þeirri lóð sem framkvæmdir lutu að samkvæmt verksamningi og útboðsgögnum, færi fram nú þegar. „Nú í kjölfar afhendingar getur verkkaupi lokið því sem eftir stendur af verkframkvæmdum án þess að leysa þurfi fyrst úr fyrrgreindum ágreiningi aðila sem rekja má til samningssambands þeirra. Afhending sjúkrahótels og lóðar fer því fram frá og með 30. nóvember 2018,“ segir í tilkynningu. NLSH ohf. og Munck Ísland ehf. hafa einnig gert með sér gerðardómssamning þar sem kveðið er á um að gerðardómur fjalli með bindandi hætti um öll þau ágreiningsefni sem risið hafa og rísa kunna vegna verksamningsins. Á þessu stigi munu aðilar ekki tjá sig opinberlega um kröfur sínar og mun kostnaðaruppgjör framkvæmdarinnar liggja fyrir að lokinni niðurstöðu gerðardóms. „NLSH ohf. mun við yfirtöku á húsinu og lóð, ganga til fullnustu þeirra verka sem nauðsynlegt er til að koma húsinu í rekstrarhæft ástand, en stefnt er að því að allur innbúnaður verði kominn í húsið við árslok og húsið tilbúið til afhendingar til stjórnvalda í upphafi næsta árs.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16 Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52 Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Landspítalinn mun bera ábyrgð á rekstri nýs sjúkrahótels við Hringbraut Gert er ráð fyrir að Landspítali bjóði út rekstur sjúkrahótelsins í samvinnu við Ríkiskaup samkvæmt lögum um opinber innkaup. Er það til að tryggja að rekstraraðili verði með reynslu af hótel- og veitingarekstri. 24. október 2017 13:16
Landspítalinn sér um rekstur sjúkrahótelsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Landspítalanum að annast rekstur sjúkrahótelsins við Hringbraut, tímabundið til tveggja ára. 23. nóvember 2018 12:52
Óttarr ákveður framtíð sjúkrahótelsins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að tilkynna á næstu dögum hvert rekstrarform nýs sjúkra- og sjúklingahótels á lóð Landspítalans við Hringbraut verður. Framkvæmdir við byggingu hótelsins hafa dregist verulega. 21. október 2017 06:00