Óeining um ritskoðaða Kínaleitarvél Google Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2018 06:45 Það eru ekki allir starfsmenn sáttir við áformin. Nordicphotos/Getty Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi. Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira