Segir fjölda bréfa ekki berast viðtakendum Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Jón Guðbjörnsson og Sigurður Vilhjálmsson eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Eigendur JS Ljósasmiðjunnar eru ósáttir við Póstinn en nokkur fjöldi bréfa sem send voru vegna lýsingar á leiðum í Kópavogskirkjugarði hefur ekki borist viðtakendum. Sigurður Vilhjálmsson, annar eigenda, segir að þeir hafi séð um lýsingarnar í garðinum síðastliðin tólf ár og á hverju hausti séu send bréf til þeirra aðila sem skráðir séu fyrir leiðum í garðinum. „Við sendum um þúsund bréf fyrir um mánuði síðan. Nú hafa milli 80 og 90 manns haft samband og spurt hvort við værum hættir með þessa þjónustu því þeir hafi ekki fengið bréf. Þetta eru kúnnar sem hafa verslað við okkur árum saman og áttu að fá bréf,“ segir Sigurður. Hann segist hafa kvartað til Póstsins og var málið skoðað hjá dreifingarmiðstöð. „Þau létu skoða 30 nöfn og sögðu að allir þeir aðilar væru merktir og þessi póstur borinn út samkvæmt utanáskrift. Það getur ekki verið því annars væri þetta fólk ekki að hafa samband við okkur.“Í tölvupósti sem Sigurður fékk frá starfsmanni Póstsins kom fram að því miður væri ekki hægt að rannsaka málið frekar þar sem bréfin væru órekjanleg. Sigurður segir að það hafi slegið sig að í tölvupóstinum væri merki Póstsins og þar fyrir ofan stæði „Við komum því til skila“. „Maður skilur það kannski að nokkur bréf skili sér ekki en það er ekki eðlilegt að fjöldinn sé svona mikill. Svo getur maður bara ímyndað sér hvað séu margir sem ekki hafa fengið bréf en gleymt þessu og ekki hringt í okkur.“ Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir að almennt séð berist ekki margar svona ábendingar um póst sem skili sér ekki en það komi þó fyrir. „Við rannsökum alltaf svona mál. Varðandi þetta einstaka mál þá erum við enn að rannsaka það en niðurstaða liggur ekki fyrir. Við munum að sjálfsögðu upplýsa viðkomandi viðskiptavin um leið og það gerist. En við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á þessu.“ Hann hvetur viðskiptavini sem telja að póstur hafi ekki borist til að hafa samband. „Það er besta leiðin fyrir okkur til að komast á snoðir um svona.“ Eftir að Fréttablaðið ræddi við Póstinn var haft samband við Sigurð og honum tjáð að skoða ætti málið betur. „Það var hringt og nú vilja þau endilega fá fleiri nöfn send. Svo vilja þau jafnvel bjóða mér einhverjar bætur fyrir það sem við höfum lent í. Þau eru þannig hálfpartinn búin að viðurkenna að eitthvað hafi ekki verið í lagi. Af tölvupóstinum sem ég fékk fyrr í vikunni að dæma virtust þau ekki ætla að gera neitt meira í þessu,“ segir Sigurður. sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira