Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í markaðinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Krónan mun veikjast þegar aflandskrónum verður leyft að sleppa úr landi að mati hagfræðinga. Fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Seðlabanki Íslands mun þurfa að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að sporna við veikingu krónunnar þegar aflandskrónur taka að streyma úr landi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum. Breytingarnar fela í sér að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar um samfellt eignarhald frá því fyrir fjármagnshöft er að ræða. „Þetta eru risatíðindi enda eru aflandskrónurnar síðustu leifar fjármálahrunsins. Það er ljóst að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á gengi krónunnar ef Seðlabankinn gerir ekki neitt og við sáum að krónan veiktist strax í kjölfar þess að tilkynningin var gefin út,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans í samtali við Fréttablaðið. Heildarumfang aflandskróna er um 84 milljarðar króna. Seðlabankinn hefur gefið út að hann sé vel í stakk búinn til að bregðast við skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þar sem losunin tengist fortíðarvanda en ekki undirliggjandi efnahagsaðstæðum geti verið meira tilefni til að draga úr áhrifum á gengi krónunnar en ella. „Samkvæmt upplýsingunum sem Seðlabankinn birtir kemur fram að aflandskrónurnar eigi að fara í gegnum gjaldeyrismarkaðinn sem er mjög þunnur. Það þarf ekki mikið til að hreyfa við gengi krónunnar. Ef Seðlabankinn myndi halda að sér höndum á meðan um 80 milljarðar af krónum streyma inn á markaðinn til að kaupa gjaldeyri þá er augljóst að krónan myndi að öðru óbreyttu taka umtalsverða dýfu. Seðlabankinn gefur í skyn að hann muni grípa inn í markaðinn ef miklar sveiflur verða á genginu en lofar engu,“ segir Daníel. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans veiktist raungengi krónunnar um fjögur prósent í nóvember og í samanburði við sama mánuð í fyrra nam veikingin 11,9 prósentum. „Það hefði kannski verið betra að flytja þetta frumvarp þegar krónan var í styrkingarfasa en ekki veikingarfasa,“ segir Daníel.Erlendir fjárfestar geti losað stöður Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem eiga að auka sveigjanleika á formi bindingar reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Hingað til hefur þurft að uppfylla bindingarskyldu með því að leggja inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun en breytingarnar gera mögulegt að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans. „Það hefur verið hindrun fyrir suma erlenda fjárfesta að koma með fjármagn til landsins vegna bindiskyldunnar vegna þess að þeim er óheimilt að að fjárfesta ef þeir geta ekki losað fjárfestinguna með skjótum hætti,“ segir Daníel. „Nú er verið að gefa fjárfestum tækifæri til að koma með fjármagn til landsins án þess að eiga kröfu á íslensku bankana og að geta losað stöður sínar áður en bindiskyldutíminn er að fullu útrunninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira