Tæplega 640 fjölskyldur á biðlista eftir greiningu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:00 Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira