Fjölskylda týndu prinsessunnar áréttar að hún sé "heil á húfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 23:30 Talið er að prinsessan hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð. Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.
Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42
Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15