Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:15 Simone Biles. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað. Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað.
Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira