Fordæmalaus svallveisla Ingvar Gíslason skrifar 6. desember 2018 07:00 Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli og umtal en fréttir af svallveislu nokkurra alþingismanna. Viðbrögðin hafa verið á einn veg. Fólk er hneykslað og undrandi í senn, og blöskrar ekki síst orðfæri þeirra sem sátu þetta samkvæmi, og slær út allt það sem eitt sinn var kallað sjóbúðartal. Hins vegar brá mér verulega þegar einn og annar gaf í skyn að þessi óheflaði munnsöfnuður kynni að vera einhvers konar spegilmynd af grófum talsmáta alþingismanna fyrr og síðar, þegar þannig stæði á. Þeirri tilhæfulausu ásökun á alþingismenn og Alþingi mótmæli ég harðlega. Alþingismenn fyrr og síðar hafa verið frábitnir því að sitja svallveislur og hella sér yfir samþingsmenn sína, konur og karla, með klámi og svívirðingum, að ekki sé minnst á það að nokkur maður hæddist að fötluðu fólki og gerði það að skotspæni. Á þeim 30 þingum sem ég sat sem alþingismaður, ráðherra, og deildarforseti í mörg ár, þekkti ég engan karlmann, hvað þá konu, að það fólk gerði sér það til dægrastyttingar að svívirða samþingsmenn sína, og ausa úr sér klámi um konur og hæðast að fötlun fólks. Úr því að þessi ósköp hafa nú dunið yfir upp á síðkastið þá er það nýlunda þar sem nútíma mórallinn horfir framan í sjálfan sig. Eða hvað? Alþingismenn eru vitaskuld engir englar frekar en aðrir dauðlegir menn, og blaka ekki vængjum eins og hvítir mávar. En ég hef aldrei þekkt neitt annað á langri ævi en að alþingismenn kynnu mannasiði. Hitt er annað mál að það er ekki almennings eins að láta sér þetta blöskra, þetta mál snertir Alþingi og alþingismenn umfram allt. Eysteinn Jónsson, sem lengst allra manna var forystumaður í Framsóknarflokknum meðan sá flokkur mátti sín nokkurs, sagði í mín eyru og fleiri að það væri „pólitísk nauðsyn“ að alþingismenn kynnu þá list að láta sér blöskra. Hann sagði líka við sama tækifæri: „Allir alþingismenn eru samverkamenn. Við skulum varast það að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum okkar.“ Á aldarafmæli fullveldisins þurfa forystumenn stjórnmálaflokkanna að taka sér tak um að siðvæða flokka sína svo vel að siðblindir streberar hópist ekki inn á þing í því upplausnarástandi sem setur mark sitt á stjórnmálaumhverfi líðandi stundar. Siðvæðing dugir best ef hún verður til sem innanhússverk hvers stjórnmálaflokks um sig, með fullri virðingu fyrir utanþingsráðgjöfum.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli og umtal en fréttir af svallveislu nokkurra alþingismanna. Viðbrögðin hafa verið á einn veg. Fólk er hneykslað og undrandi í senn, og blöskrar ekki síst orðfæri þeirra sem sátu þetta samkvæmi, og slær út allt það sem eitt sinn var kallað sjóbúðartal. Hins vegar brá mér verulega þegar einn og annar gaf í skyn að þessi óheflaði munnsöfnuður kynni að vera einhvers konar spegilmynd af grófum talsmáta alþingismanna fyrr og síðar, þegar þannig stæði á. Þeirri tilhæfulausu ásökun á alþingismenn og Alþingi mótmæli ég harðlega. Alþingismenn fyrr og síðar hafa verið frábitnir því að sitja svallveislur og hella sér yfir samþingsmenn sína, konur og karla, með klámi og svívirðingum, að ekki sé minnst á það að nokkur maður hæddist að fötluðu fólki og gerði það að skotspæni. Á þeim 30 þingum sem ég sat sem alþingismaður, ráðherra, og deildarforseti í mörg ár, þekkti ég engan karlmann, hvað þá konu, að það fólk gerði sér það til dægrastyttingar að svívirða samþingsmenn sína, og ausa úr sér klámi um konur og hæðast að fötlun fólks. Úr því að þessi ósköp hafa nú dunið yfir upp á síðkastið þá er það nýlunda þar sem nútíma mórallinn horfir framan í sjálfan sig. Eða hvað? Alþingismenn eru vitaskuld engir englar frekar en aðrir dauðlegir menn, og blaka ekki vængjum eins og hvítir mávar. En ég hef aldrei þekkt neitt annað á langri ævi en að alþingismenn kynnu mannasiði. Hitt er annað mál að það er ekki almennings eins að láta sér þetta blöskra, þetta mál snertir Alþingi og alþingismenn umfram allt. Eysteinn Jónsson, sem lengst allra manna var forystumaður í Framsóknarflokknum meðan sá flokkur mátti sín nokkurs, sagði í mín eyru og fleiri að það væri „pólitísk nauðsyn“ að alþingismenn kynnu þá list að láta sér blöskra. Hann sagði líka við sama tækifæri: „Allir alþingismenn eru samverkamenn. Við skulum varast það að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum okkar.“ Á aldarafmæli fullveldisins þurfa forystumenn stjórnmálaflokkanna að taka sér tak um að siðvæða flokka sína svo vel að siðblindir streberar hópist ekki inn á þing í því upplausnarástandi sem setur mark sitt á stjórnmálaumhverfi líðandi stundar. Siðvæðing dugir best ef hún verður til sem innanhússverk hvers stjórnmálaflokks um sig, með fullri virðingu fyrir utanþingsráðgjöfum.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun