Þurfa að greiða Samskipum 162 milljónir króna í skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:02 Gamla Eimskip hefur verið dæmt til að greiða 162 milljónir króna til Samskipa. FBL/Stefán Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu. Dómsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu.
Dómsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira