Úthrópaður af leikara í miðri sýningu fyrir að vera djúpt sokkinn í símann Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 21:49 Kanye West og Kim Kardashian sjást hér á leið á frumsýninguna í New York í gærkvöldi. Getty/Nancy Rivera Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Sjá meira
Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00
Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30
Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38