Heiður himinn fram undan Davíð Þorláksson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Loftslagsmál Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Þau eru ekki mörg lengur sem neita að loftslag sé að hlýna af mannavöldum og að öll ríki heims verði að taka höndum saman til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma og við öll þurfum að gera okkur grein fyrir alvarleika stöðunnar er margt jákvætt að gerast sem vert er að vekja athygli á. Auk þess sem ríkisstjórnin hefur samþykkt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030, og sett fjármagn í hana, hefur atvinnulífið ekki látið sitt eftir liggja. Lítum til þriggja stærstu atvinnugreinanna. Sjávarútvegurinn hefur dregið úr útblæstri fiskiskipa á gróðurhúsalofttegundum um 30% frá 1990. Stóriðjan er sífellt að þróa nýja tækni til að draga úr losun. Þannig hefur losun á hvert framleitt tonn hjá álverinu í Straumsvík t.d. minnkað um 76% frá 1990. Í ferðaþjónustu hefur Icelandair hafið innleiðingu á Boeing 737 vélum sem brenna 37% minna eldsneyti en Boeing 757 vélarnar sem Icelandair hefur að meginstefnu notað hingað til. WOW air notast eingöngu við nýlegar og sparneytnar vélar. En mikilvægasta framlag íslensks atvinnulífs til loftslagsmála er líklega vinna Arctic Green Energy við innleiðingu á hitaveitu til húshitunar í Kína. Allt að 50% loftmengunar í heiminum má rekja til brennslu kola og olíu til hitunar eða kælingar á húsum. Fleira má nefna. Bílaframleiðendur eru að þróa bíla sem eru sparneytnari og nota nýja orkugjafa. Í samstarfi við bændur og aðra landeigendur mætti endurheimta votlendi og fjórfalda skógrækt. Hnattrænar áskoranir eins og þessar verða bara leystar með áframhaldandi góðu samstarfi atvinnulífs og hins opinbera.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar