Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 10:38 Plastpokar sem notaðir eru á Íslandi enda annað hvort í urðun eða í náttúrunni, ólíkt því sem þekkist víða annars staðar að sögn Íslenska Gámafélagsins. Vísir/VAlli Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan. Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27