Körfubolti

LeBron leiddi Lakers til sigurs gegn slóvenska undrinu í Dallas

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
James átti flottan leik í nótt
James átti flottan leik í nótt Getty/Vísir
Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í Bandaríkjunum í nótt en alls fóru fram 11 leikir.



LeBron James og liðsfélagar hans úr Los Angeles Lakers fengu slóvenska undrið Luka Doncic og liðsfélaga hans úr Dallas Mavericks í heimsókn í Englaborg.



LeBron var stigahæstur í liði Lakers en hann skoraði 28 stig ásamt því að taka 5 fráköst og gefa 4 stoðsendingar.



Doncic átti ekki góðan leik í nótt en hann skoraði aðeins 6 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en lokatölur leiksins voru 114-103 fyrir Lakers.



Houston Rockets og San Antonio Spurs mættust í nágrannaslag þar sem Raketturnar úr Houstonborg báru sigur af hólmi, 136-105.



Clint Capela var stigahæstur í Houston með 27 stig en alls skoruðu þrír leikmenn Houston yfir 20 stig.



Kyrie Irving hjá Boston Celtics reyndist erfiður gegn sínum gömlu félögum í Cleveland Cavaliers en hann skoraði 29 stig í aðeins þremur leikhlutum í stórsigri Boston 128-95.



Öll úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers 95 - 128 Boston Celtics

Utah Jazz 119 - 111 Charlotte Hornets

Chicago Bulls 88 - 107 Detroit Pistons

Washington Wizards 98 - 123 Philadelphia 76ers

Memphis Grizzlies 131 - 125 Brooklyn Nets

New Orleans Pelicans 101 - 106 Miami Heat

Atlanta Hawks 109 - 124 Oklahoma City Thunder

Houston Rockets 136 - 105 San Antonio Spurs

Orlando Magic 99 - 85 Phoenix Suns

Dallas Maverics 103 - 114 Los Angeles Lakers

Denver Nuggets 113 - 112 Portland Trail Blazers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×