Mikil tímamót fyrir Borgarlínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Dagur segir tillögur viðræðuhópsins vera mikinn áfanga. Fréttablaðið/Ernir Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira