Börðust skipulega, ötullega og faglega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2018 07:00 "Það var ekkert hlustað á konurnar,“ segir Sigríður um aðdraganda Alþingishátíðarinnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira