Efling slítur sig frá SGS Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 21:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44
Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07