Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 20:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira