Á grænni grein Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun