Innlent

Fallist á eina af hverjum fimm málskotsbeiðnum til réttarins

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Með tilkomu Landsréttar um síðustu áramót hefur hlutverk Hæstaréttar tekið miklum breytingum enda velur dómstóllinn nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir.
Með tilkomu Landsréttar um síðustu áramót hefur hlutverk Hæstaréttar tekið miklum breytingum enda velur dómstóllinn nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. FBL/GVA
Af 49 beiðnum um áfrýjunar- og kæruleyfi sem Hæstiréttur hefur tekið afstöðu til á árinu hafa 9 verið samþykktar. Það eru rúm átján prósent mála.

Með tilkomu Landsréttar um síðustu áramót hefur hlutverk Hæstaréttar tekið miklum breytingum enda velur dómstóllinn nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir.

Í langflestum málunum sem Hæstiréttur hefur samþykkt að taka til skoðunar er vísað til þess að niðurstaða um málið geti haft verulega almennt gildi en dómstólnum er einnig heimilt að taka fyrir mál ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni.

Fjórtán sakamálamálum hefur verið vísað til Hæstaréttar á árinu og hefur Hæstiréttur samþykkt að taka eitt þeirra til meðferðar; mál Guðmundar Andra Ástráðssonar sem krafðist ómerkingar dóms Landsréttar eða sýknu á þeim grundvelli að skipun eins dómara við Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við lög.

Hæstiréttur hefur þegar fellt dóm á málið og taldi að þrátt fyrir annmarka á málsmeðferð við skipun dómara við Landsrétt, væri ekki næg ástæða til að draga í efa að ákærði hefði notið réttlátrar málsmeðferðar. Verjandi mannsins, Vilhjálmur H Vilhjálmsson, hefur vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×