Ungir ökumenn aldrei staðið sig jafn vel og nú Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. desember 2018 07:30 Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi undanfarin ár þrátt fyrir umtalsvert aukna umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira