Veldur miklum áhyggjum hversu mikið af ungu fólki leitar í starfsendurhæfingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:00 Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. vísir/hanna Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Framkvæmdastjóri Virk segir erfitt að henda reiður á því hvað valdi meira brottfalli ungs fólks af vinnumarkaði. Öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman því samkvæmt tölum fari ástandið versnandi. Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Þetta kom fram í fréttum okkar á dögunum og hefur ásókn aukist til muna í sjúkrasjóði stéttarfélaganna. Framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs segir aukninguna í raun koma sér á óvart. Hún segir öll stuðningskerfi þurfi að taka höndum saman og finna rót vandans. „Þetta er ekkert eitt. Við sjáum að það er mikil aukning hjá okkur af ungu fólki og það veldur okkur miklum áhyggjum og við þurfum virkilega að huga að því hvað veldur því að unga fólkið nær ekki að takast á við það að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Þarna þurfa margir að koma að, bæði skólakerfið, samfélagið í heild sinni og heilbrigðiskerfið og allt stuðningskerfi til að finna leiðir fyrir þessa ungu einstaklinga,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Virk. 2400 manns eru í þjónustu hjá Virk en einn stærsti hópurinn eru einstæðar mæður, hlutfall þeirra er 34 prósent af heildarfjöldanum. Vigdís segir samfélagið hafa breyst hratt og mikið álag sé á barnafólki, töluvert meira en áður. „Fyrir fimmtíu árum síðan þá var algengara að konur væru meira að vinna heima eða væru í hlutastörfum. Fyrir tuttugu, þrjátíu árum síðan þegar ég er að ala upp mín börn þá er tiltölulega algengt að ömmur séu til staðar. Núna höfum við þetta ekki. Og ég er ekki að tala fyrir því að konur séu heimavinnandi en ég er samt að segja, við þurfum að hugsa um börnin okkar, við þurfum að hugsa um aldraða foreldra okkar og við þurfum að hugsa hvort um annað. Við verðum að hafa rými í samfélaginu til að geta gert þetta.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Var í afneitun þangað til það var of seint Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum átti Anna María Þorvaldsdóttir að mæta til vinnu en gat það ekki. Hún vaknaði og það var eins og það hefði eitthvað brostið innra með henni. Hún átti bágt með að tjá sig og grét stöðugt. 13. desember 2018 07:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45