Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2018 19:00 Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum. Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Lög um sanngirnisbætur voru sett árið 2010 og byggjast á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007 til 2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Málið hófst þegar Breiðurvíkurmálið komst í hámæli árið 2007 en í kjölfar þess hófst viðamikið ferli þar sem farið var yfir vistun barna. Í ljós kom að börn á ellefu stofnunum höfðu mátt sæta illri meðferð. Heimilin sem um ræðir eru Unglingaheimili ríkisins, Vistheimilið Silungapollur, Heyrnleysingjaskólinn, Heimavistarskólinn að Jaðri í Elliðavatnslandi, Vistheimilið Breiðavík, Upptökuheimili ríkisins, Kópavogshæli, Vistheimilið Reykjahlíð í Mosfellssveit Landakotsskóli, Vistheimilið Kumbaravogur við Stokkseyri, Skólaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi. Alls sóttu 1190 manns um sanngirnisbætur og 1162 fengu greiddar bæturnar. Skýrsla um niðurstöður á greiðslu þeirra var kynnt í dómsmálaráðuneytinu í dag. Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður við umsækjendur segir að margt hafi komið fram í ferlinu. „Það sem stingur í augu er til dæmis Landakotsskóli en þar talaði ég við rúmlega fimmtugan mann um ofbeldi sem viðgekkst þar og svo annan sem var um þrítugt og allan tímann hafði sama ofbeldið viðgengist. Eftirlitið með þessum stofnunum var mjög ábótavant,“ segir Guðrún. Tvö hundruð manns fá hæstu bætur eða sjö komma fjórar milljónir króna en það á við þegar fólk dvaldi lengi á stofnun, fór á milli margra eða þar sem voru framin alvarleg brot. „Á Kópavogshæli, Breiðavík og í Herynleysingjaskólanum voru framin afar alvarleg brot og fólk sem dvaldi þar sem börn fær oft háar bætur,“ segir Halldór Þormaður Halldórsson umsjónarmaður sanngirnisbóta. Þau Guðrún og Halldór segja að samfélagið geti lært margt af málinu. „Við þurfum alltaf að hafa í huga velferð barna,“ segir Halldór að lokum.
Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11