Einstæðingar feimnir við að þiggja boð í glæsilega jólaveislu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 14:54 Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen hvetja fólk til að hringja og boða komu sína. Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg. Jól Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg.
Jól Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira