Skýr leiðarvísir Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2018 08:00 Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að Íslendingar mættu horfa meira til nágranna sinna á hinum Norðurlöndunum, meðal annars þegar rætt er um umgjörð fjármálakerfisins. Því miður fara orð og efndir þar sjaldnast saman. Tíu árum eftir fjármálahrunið er bankakerfið að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, opinberar álögur eru margfalt hærri en þekkjast annars staðar og bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en þekkist almennt hjá bönkum í Evrópu. Niðurstaðan er kostnaðarsamt fjármálakerfi sem heimili og fyrirtæki þurfa að greiða fyrir í formi hærri vaxtakjara en ella. Í stórgóðri hvítbók starfshóps um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, sem var kynnt í vikunni, er bent á leiðir til hagræðingar sem yrðu til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulífið. Þar hafa stjórnvöld stóru hlutverki að gegna. Þannig nema sértækir skattar sem leggjast á bankana 0,55 prósentum af meðalstöðu eigna þeirra sem er um ellefu sinnum hærra hlutfall en í Svíþjóð og Danmörku. Starfshópurinn leggur til að þeir skattar verði lækkaðir hraðar en nú er ráðgert enda væri sú ráðstöfun til þess fallin að draga úr vaxtamun bankanna. Þá er mikilvægt að lækkun sértækra skatta verði lögfest áður en hafist verður handa við að selja bankana þar sem skattarnir myndu að öðrum kosti hafa verulega neikvæð áhrif á það verð sem ríkissjóður fengi fyrir eignarhluti sína í bönkunum. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Það kemur ekki til af ástæðulausu enda fylgir því áhætta og fórnarkostnaður fyrir ríkið að vera með 400 milljarða bundna sem eigið fé í Íslandsbanka og Landsbankanum. Slíkt eignarhald, sem jafngildir 17 prósentum af landsframleiðslu, er einsdæmi á Vesturlöndum. Öll rök hníga að því að dregið verði úr þeirri áhættu skattgreiðenda, með því að koma á fjölbreyttu, traustu og dreifðu eignarhaldi, en starfshópurinn nefnir að kannaður verði sá möguleiki að selja Íslandsbanka að hluta eða í heild til erlends banka. Þótt slík niðurstaða væri eftirsóknarverð þá byggist hún á óskhyggju. Fyrri tilraunir til að selja Íslandsbanka og Arion banka sýndu að erlendir bankar höfðu á þeim lítinn áhuga nema þá á hrakvirði. Þá hefur sú breyting orðið eftir fjármálakreppuna, eins og Bankasýslan bendir á, að samrunar og yfirtökur á bönkum á milli Evrópuríkja eru fáheyrðir. Þar kemur til bitur reynslu af fyrri yfirtökum, lítil arðsemi, flókið regluverk og strangari eiginfjárkröfur – bankar eru því fremur að draga sig út úr fyrri fjárfestingum og einbeita sér að kjarnarekstri heima fyrir. Eigi að takast að koma bönkunum úr ríkiseigu þarf það að gerast í alþjóðlegum útboðum. Reynslan af útboði Arion banka fyrr á árinu sýnir að það er eftirspurn eftir íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Undirbúningsvinna fyrir hlutafjárútboð og skráningu er langt ferli, sem getur tekið meira en eitt ár, og því mikilvægt að hefja hana sem fyrst þótt aðstæður á mörkuðum kunni um stundarsakir að vera erfiðar. Það vill oft gleymast að samkeppnishæft og skilvirkt bankakerfi, sem miðlar fjármagni með sem ódýrustum hætti í arðbærustu fjárfestingarnar, er lykilatriði til að bæta framleiðni á Íslandi. Við óbreytt eignarhald mun það ekki gerast. Stjórnvöld hafa núna fengið skýran leiðarvísi um hvernig megi bæta úr því. Þau eiga að fara eftir honum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun