„Mjög þungt hljóð í félagsmönnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2018 16:51 WOW air sagði upp hundruð starfsmanna í dag. Vísir/Vilhelm Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir mjög þungt hljóð í félagsmönnum eftir daginn í dag en fjörutíu fastráðnir flugliðar hjá WOW air misstu vinnuna í dag auk tuga annarra sem voru með tímabundna sem verða ekki endurnýjaðir. Alls misstu á fjórða hundrað starfsmanna WOW vinnuna í dag; 111 fastráðnir starfsmenn og yfir 200 verktakar og starfsmenn á tímabundnum samningum fá þá samninga ekki endurnýjaða. „Þetta er ekki skemmtilegur dagur,“ segir Orri í samtali við Vísi. Hann segir uppsagnirnar koma á vondum tíma, svona rétt fyrir jól. „Það er mjög þungt hljóð í félagsmönnum. Þetta er rétt fyrir jól og kemur á vondum tíma. Hugur okkar er hjá félagsmönnum og við höfum virkjað okkar trúnaðarmenn.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði að dagurinn væri sá erfiðasti í sögu fyrirtækisins. Það væri hins vegar nauðsynlegt að grípa til hagræðingaraðgerða, uppsagna, fækkunar flugvéla og einföldunar á leiðakerfi, til að tryggja framtíð félagsins. WOW air á nú í samningaviðræðum við Indigo Partners um að það fjárfesti í flugfélaginu. Skúli sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki lægi fyrir hvenær þeim viðræðum myndi ljúka. Vinnan í viðræðunum gangi hins vegar vel. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að hann teldi Skúla ekki hafa langan tíma til þess að semja við Indigo. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót,“ sagði Sveinn. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir mjög þungt hljóð í félagsmönnum eftir daginn í dag en fjörutíu fastráðnir flugliðar hjá WOW air misstu vinnuna í dag auk tuga annarra sem voru með tímabundna sem verða ekki endurnýjaðir. Alls misstu á fjórða hundrað starfsmanna WOW vinnuna í dag; 111 fastráðnir starfsmenn og yfir 200 verktakar og starfsmenn á tímabundnum samningum fá þá samninga ekki endurnýjaða. „Þetta er ekki skemmtilegur dagur,“ segir Orri í samtali við Vísi. Hann segir uppsagnirnar koma á vondum tíma, svona rétt fyrir jól. „Það er mjög þungt hljóð í félagsmönnum. Þetta er rétt fyrir jól og kemur á vondum tíma. Hugur okkar er hjá félagsmönnum og við höfum virkjað okkar trúnaðarmenn.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði að dagurinn væri sá erfiðasti í sögu fyrirtækisins. Það væri hins vegar nauðsynlegt að grípa til hagræðingaraðgerða, uppsagna, fækkunar flugvéla og einföldunar á leiðakerfi, til að tryggja framtíð félagsins. WOW air á nú í samningaviðræðum við Indigo Partners um að það fjárfesti í flugfélaginu. Skúli sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki lægi fyrir hvenær þeim viðræðum myndi ljúka. Vinnan í viðræðunum gangi hins vegar vel. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að hann teldi Skúla ekki hafa langan tíma til þess að semja við Indigo. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót,“ sagði Sveinn.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04