Fótbolti

Arnór með Sané og Lewandowski í Fantasy-liði Meistaradeildarinnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Sigurðsson átti stórleik í spænsku höfuðborginni í gær.
Arnór Sigurðsson átti stórleik í spænsku höfuðborginni í gær. vísir/getty
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er í Fantasy-liði vikunnar á opinberri heimasíðu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en hann átti stórleik á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi.

Sjá einnig: Tilfinningin var ólýsanleg

Skagamaðurinn ungi lagði upp fyrra mark rússneska liðsins og skoraði þriðja markið í 3-0 sigri með hnitmiðuðu skoti úr teignum en hann fékk ellefu stig fyrir frammistöðu sína og er á miðjunni í Fantasy-liði sjöttu og síðustu leikvikunnar.

Hann er þar á ásamt stórstjörnum á borð við Leroy Sané, leikmanns Manchester City, og pólska markahróknum Robert Lewandowski hjá Bayern München sem fær stigi minna en íslenski landsliðsmaðurinn.

Tveir aðrir leikmenn CSKA komast í Fantasy-liðið að þessu sinni þar sem að menn fá stig fyrir sigra, mörk, stoðsendingar, að halda hreinu og fleira. Það eru markvörðurinn Igor Akinfeev og varnarmaðurinn Georgi Schennikov.

Arnór varð aðeins annar íslenski leikmaðurinn í sögunni sem skorar og leggur upp mark í Meistaradeildinni í þessum magnaða sigri á Bernabéu en hann var fjögurra ára gamall þegar að Eiður Smári Guðjohnsen gerði það fyrir Chelsea í Rómarborg árið 2003.

Þrátt fyrir að leggja Real Madrid að velli tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er CSKA Moskva úr leik í Evrópu í ár. Viktor Plzen náði Evrópudeildarsætinu í riðlinum á meðan Arnór, Hörður Björgvin og félagar sátu eftir með sárt ennið.


Tengdar fréttir

Tilfinningin var ólýsanleg

Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×