„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 13:31 Guterres gerði sér aðra ferð til Katowice til að hvetja samninganefndir aðildarríkjanna til dáða. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði samningamenn ríkja heims að það væri ekki aðeins siðlaust heldur einnig stórskaðlegt fyrir jörðina auki þau ekki aðgerðir sínar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefna SÞ í Póllandi er nú á lokametrunum. Sumir sjá teikn um að viðræður ríkjanna á COP24-ráðstefnunni í Katowice í Póllandi gangi illa í því að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hafi gert sér aðra ferð þangað í dag til að knýja á um hún verði leidd farsællega til lykta, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðalverkefni fundarins nú er að samþykkja reglur um hvernig aðildarríki Parísarsamkomulagsins halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum og aðgerðir til að draga úr henni. Nokkur ríki eru sögð hafa lofað því að herða loftslagsaðgerðir sínar fyrir árið 2020. Guterres lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að auka metnaðinn. Nýlega gaf milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar út vísindaskýrslu þar sem fram kom að ríki heims þyrftu að margfalda aðgerðir sínar ef þau ætluðu að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. „Að sóa þessu tækifæri myndi skaða síðasta og besta tækifæri okkar til að koma í veg fyrir óðaloftslagsbreytingar. Það væri ekki aðeins siðlaust, það væri stórskaðlegt,“ sagði Guterres í ræðu á ráðstefnunni og hvatti fulltrúa ríkjanna til að miðla málum og hraða viðræðunum. Varaði framkvæmdastjórinn við því að enn væru stór pólitíska mál óleyst á fundinum.Olíuríkin sett strik í reikninginn Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabía og Kúveit hafa rofið samstöðu ríkjanna í Póllandi en þau neituðu meðal annars að fallast á orðalag í ályktun um vísindaskýrsluna um 1,5°C-markmiðið. Á móti kemur að Evrópusambandið ásamt Kanada, Bretlandi, Noregi ásamt fjölda annarra ríkja segjast ætla að þrýsta á um að landsmarkmið þeirra verði hert enn frá því sem þau hafa boðað. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun fyrir 2030. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lýsti því yfir á ráðstefnunni í gær að Ísland ætlaði sér að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
Bandaríkin Loftslagsmál Rússland Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00