Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 10:30 Útgefandi götublaðsins National Enquirer keypti réttinn á að birta ásakanir Playboy-fyrirsætu um kynferðislegt samband við Trump. Blaðið ætlaði sér hins vegar aldrei að birta þær heldur að hlífa framboði Trump við skaðlegri umfjöllun. Vísir/Getty Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05
Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15
Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35