Emmsjé Gauti hannar strigaskó Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. desember 2018 06:00 Emmsjé Gauti. Rapparinn Emmsjé Gauti hefur lengi haft mikinn áhuga á strigaskóm og eftir töluvert bras og baks er hann nú búinn að hanna sína fyrstu strigaskó og má segja að hann feti þar með í fótspor kollega síns Kanye West. Skórnir heita þó ekki Geezys. Um er að ræða Air Jordan I mid sem hann endurhannaði í þema nýjustu plötu sinnar, Fimm. Einungis eru 20 pör í boði og verður hægt að skrá sig í happdrætti á vefsíðu tískuverslunarinnar Húrra Reykjavík þar sem nokkrir heppnir verða dregnir út og fá kauprétt að skónum. „Í raun og veru hófst þetta fyrir alveg einu og hálfu ári. Þá datt mér í hug að gera skó – upprunalega ætlaði ég að athuga hvort ég gæti fengið eitt par sem ég gæti „moddað“ og búið til Vagg og veltu skóna.“ Úr varð að Gauti fékk 20 pör af alveg hvítum Air Jordan skóm sem hann leit á sem eins konar striga sem hægt væri að mála upp á nýtt í þema Vaggs og veltu, plötu Gauta sem var þá nýlega komin út. „Mig langaði aldrei að gera eitthvað sem einhver annar gæti alveg eins gert – ég vildi ekki tússa bara á einhverja skó. Þannig að það tók við frekar langt ferli þar sem ég labbaði á milli saumastofa og athugaði hvort það væri hægt að sauma eitthvað í skóna. Ég var alltaf að rekast á veggi vegna þess að svona skór eru tilbúin vara og mjög erfitt að gera eitthvað með þá.“Fleiri myndir af skónum má sjá neðst í fréttinni.Þannig að pælingin um skóna fór á ís á meðan platan Fimm var í vinnslu. Svo þegar hún var kláruð fór Gauti hringinn hjá skósmiðum bæjarins án árangurs þangað til einn þeirra, Þráinn skóari, benti honum á ungan mann á Suðurnesjum sem væri að breyta strigaskóm. Sá heitir Helgi Líndal. „Ég fæ samband við Helga og við setjumst niður. Ég fæ með mér Björn Geir, vin minn sem vinnur í skóbúð í San Francisco og Bobby Breiðholt, hönnuð plötunnar [Fimm]. Þetta ferli tók alveg miklu lengri tíma en ég hélt að það yrði og var miklu metnaðarfyllra.“ Gauti segir að skórnir séu alveg gjörbreyttir og fyrir utan að þeir séu málaðir upp á nýtt með sérstakri skómálningu eru reimarnar breyttar, kassinn utan um skóna er sérgerður hér á Íslandi og þeir koma líka í sérsaumuðum taupoka innan í kassanum. Auk þess fylgir vínyl-útgáfa af Fimm með skónum og er því um veglegan pakka að ræða. „Ég hringdi í Húrra og var að segja þeim aðeins frá þessu og þeir voru bara „jááá?…“ dálítið efins. Svo mætti ég með vöruna til þeirra og þá breyttist í þeim hljóðið og þeir sögðu „þetta er betra en við héldum – við vorum vissir um að þú myndir bara tússa á skóna“.“ Þannig að Húrra mun hýsa söluna á skónum og verður happdrætti um kaupréttinn, svona eins og Húrra hefur verið að gera með Yeezy-skóna hans Kanye West. Tekið verður við skráningum á vefsíðu Húrra fram að miðnætti á föstudaginn, dregið verður á laugardaginn og fólk getur náð í skóna á sunnudaginn. Aðspurður segir Gauti að það hafi aldrei komið til greina að vera bara með gömlu góðu röðina. „Ég skil að ungir menn geti hangið í röð með sperrtan líkama sem þolir enn kulda. En við erum auðvitað að sigla inn í harðan vetur – það var lokað í Laugardalslauginni um daginn vegna þess að það voru eldingar í henni. Ég er bara hræddur um fólk. Ég vil ekki myrða neinn.“ Tónlist Tengdar fréttir Enginn glamúr á tónleikaferðalögum Emmsjé Gauti, Björn Valur og Keli fara í tónleikaferðalag um landið í lok maí og munu búa til þætti um ferðalagið í leiðinni. Serían nefnist 13.13 sem vísar til að þetta eru þrettán tónleikar á þrettán dögum. 13. apríl 2018 06:00 Gauti rappar rapp og Maggi leikstýrir leikstjórn Emmsjé Gauti frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Svona er það. Hann lýsir myndbandinu sem ákveðnu sprelli í takt við lagið sem sé það einnig. Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri tónlistarmyndbanda. 1. desember 2016 14:00 Emmsjé Gauti spilaði í tógapartýi í útskriftarferð MA í Króatíu Emmsjé Gauta var flogið út til þess að skemmta útskriftarnemum Menntaskólans á Akureyri í Kastala í Króatíu í gær. 5. september 2017 08:45 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti hefur lengi haft mikinn áhuga á strigaskóm og eftir töluvert bras og baks er hann nú búinn að hanna sína fyrstu strigaskó og má segja að hann feti þar með í fótspor kollega síns Kanye West. Skórnir heita þó ekki Geezys. Um er að ræða Air Jordan I mid sem hann endurhannaði í þema nýjustu plötu sinnar, Fimm. Einungis eru 20 pör í boði og verður hægt að skrá sig í happdrætti á vefsíðu tískuverslunarinnar Húrra Reykjavík þar sem nokkrir heppnir verða dregnir út og fá kauprétt að skónum. „Í raun og veru hófst þetta fyrir alveg einu og hálfu ári. Þá datt mér í hug að gera skó – upprunalega ætlaði ég að athuga hvort ég gæti fengið eitt par sem ég gæti „moddað“ og búið til Vagg og veltu skóna.“ Úr varð að Gauti fékk 20 pör af alveg hvítum Air Jordan skóm sem hann leit á sem eins konar striga sem hægt væri að mála upp á nýtt í þema Vaggs og veltu, plötu Gauta sem var þá nýlega komin út. „Mig langaði aldrei að gera eitthvað sem einhver annar gæti alveg eins gert – ég vildi ekki tússa bara á einhverja skó. Þannig að það tók við frekar langt ferli þar sem ég labbaði á milli saumastofa og athugaði hvort það væri hægt að sauma eitthvað í skóna. Ég var alltaf að rekast á veggi vegna þess að svona skór eru tilbúin vara og mjög erfitt að gera eitthvað með þá.“Fleiri myndir af skónum má sjá neðst í fréttinni.Þannig að pælingin um skóna fór á ís á meðan platan Fimm var í vinnslu. Svo þegar hún var kláruð fór Gauti hringinn hjá skósmiðum bæjarins án árangurs þangað til einn þeirra, Þráinn skóari, benti honum á ungan mann á Suðurnesjum sem væri að breyta strigaskóm. Sá heitir Helgi Líndal. „Ég fæ samband við Helga og við setjumst niður. Ég fæ með mér Björn Geir, vin minn sem vinnur í skóbúð í San Francisco og Bobby Breiðholt, hönnuð plötunnar [Fimm]. Þetta ferli tók alveg miklu lengri tíma en ég hélt að það yrði og var miklu metnaðarfyllra.“ Gauti segir að skórnir séu alveg gjörbreyttir og fyrir utan að þeir séu málaðir upp á nýtt með sérstakri skómálningu eru reimarnar breyttar, kassinn utan um skóna er sérgerður hér á Íslandi og þeir koma líka í sérsaumuðum taupoka innan í kassanum. Auk þess fylgir vínyl-útgáfa af Fimm með skónum og er því um veglegan pakka að ræða. „Ég hringdi í Húrra og var að segja þeim aðeins frá þessu og þeir voru bara „jááá?…“ dálítið efins. Svo mætti ég með vöruna til þeirra og þá breyttist í þeim hljóðið og þeir sögðu „þetta er betra en við héldum – við vorum vissir um að þú myndir bara tússa á skóna“.“ Þannig að Húrra mun hýsa söluna á skónum og verður happdrætti um kaupréttinn, svona eins og Húrra hefur verið að gera með Yeezy-skóna hans Kanye West. Tekið verður við skráningum á vefsíðu Húrra fram að miðnætti á föstudaginn, dregið verður á laugardaginn og fólk getur náð í skóna á sunnudaginn. Aðspurður segir Gauti að það hafi aldrei komið til greina að vera bara með gömlu góðu röðina. „Ég skil að ungir menn geti hangið í röð með sperrtan líkama sem þolir enn kulda. En við erum auðvitað að sigla inn í harðan vetur – það var lokað í Laugardalslauginni um daginn vegna þess að það voru eldingar í henni. Ég er bara hræddur um fólk. Ég vil ekki myrða neinn.“
Tónlist Tengdar fréttir Enginn glamúr á tónleikaferðalögum Emmsjé Gauti, Björn Valur og Keli fara í tónleikaferðalag um landið í lok maí og munu búa til þætti um ferðalagið í leiðinni. Serían nefnist 13.13 sem vísar til að þetta eru þrettán tónleikar á þrettán dögum. 13. apríl 2018 06:00 Gauti rappar rapp og Maggi leikstýrir leikstjórn Emmsjé Gauti frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Svona er það. Hann lýsir myndbandinu sem ákveðnu sprelli í takt við lagið sem sé það einnig. Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri tónlistarmyndbanda. 1. desember 2016 14:00 Emmsjé Gauti spilaði í tógapartýi í útskriftarferð MA í Króatíu Emmsjé Gauta var flogið út til þess að skemmta útskriftarnemum Menntaskólans á Akureyri í Kastala í Króatíu í gær. 5. september 2017 08:45 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Enginn glamúr á tónleikaferðalögum Emmsjé Gauti, Björn Valur og Keli fara í tónleikaferðalag um landið í lok maí og munu búa til þætti um ferðalagið í leiðinni. Serían nefnist 13.13 sem vísar til að þetta eru þrettán tónleikar á þrettán dögum. 13. apríl 2018 06:00
Gauti rappar rapp og Maggi leikstýrir leikstjórn Emmsjé Gauti frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Svona er það. Hann lýsir myndbandinu sem ákveðnu sprelli í takt við lagið sem sé það einnig. Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri tónlistarmyndbanda. 1. desember 2016 14:00
Emmsjé Gauti spilaði í tógapartýi í útskriftarferð MA í Króatíu Emmsjé Gauta var flogið út til þess að skemmta útskriftarnemum Menntaskólans á Akureyri í Kastala í Króatíu í gær. 5. september 2017 08:45