Vöxtur rafíþrótta Björn Berg Gunnarsson skrifar 12. desember 2018 10:58 Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun