Fótbolti

Eitt sæti laust í 16-liða úrslitunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pogba og félagar eru komnir áfram
Pogba og félagar eru komnir áfram vísir/getty
Aðeins eitt sæti er laust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og kemur í ljós í kvöld hvort Shakhtar Donetsk eða Lyon hreppir það. Manchester-liðin leika sína síðustu leiki í riðlakeppninni en bæði eru þau komin áfram.

Fjórir riðlar klárast í kvöld en það er aðeins í einum þeirra sem línurnar liggja ekki fyrir. Það er F-riðill þar sem Manchester City er komið áfram en Shakhtar og Lyon mætast í hreinum úrslitaleik um annað sætið.

Íslendingalið CSKA Moskvu, sem Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson spila með, er úr leik í keppninni en liðið mætir Real Madrid klukkan 17:55.

Manchester United þarf að vinna Valencia í kvöld og treysta þess að Young Boys taki stig af Juventus til þess að vinna H-riðil en bæði United og Juventus eru örugg áfram úr þeim riðli.

Leikir kvöldsins:

E-riðill

20:00 Ajax - Bayern München, beint á Stöð 2 Sport 3

20:00 Benfica - AEK Aþena

F-riðill

20:00 Shakhtar Donetsk - Lyon

20:00 Manchester City - Hoffenheim, beint á Stöð 2 Sport 4

G-riðill

17:55 Real Madrid - CSKA Moskva, beint á Stöð 2 Sport 2

17:55 Viktoria Plzen - Roma

H-riðill

20:00 Young Boys - Juventus, beint á Stöð 2 Sport 5

20:00 Valencia - Manchester United, beint á Stöð 2 Sport 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×