Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Gert er ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni og í öllum jarðgöngum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þingstörfum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartillögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfsáætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formaður nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta samgönguframkvæmdum en segir ekkert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir áramót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjármunirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða framkvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“sighvatur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20