Fyrsta heilbrigðisstefnan? Ingimar Einarsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun