Sanna ánafnar Maístjörnunni hluta launa sinna Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 14:02 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir þreföld lágmarkslaun hámark. fbl/STEFÁN Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, hefur ákveðið að styrkja Maístjörnuna, sérstakan sjóð Sósíalistaflokksins, með mánaðarlegu framlagi, 100 þúsund krónum. Þetta er fé sem hún ætlar að taka beint af launum sínum sem þýðir þá að þau lækka sem því nemur. Þetta kemur fram meðal annars í tilkynningu sem sjá má á vef Sósíalistafélags Íslands. Þar segir af Maístjörnunni, sem er framkvæmdasjóður flokksins. Þar segir að með þessu lækki Sanna í raun laun sín sem borgarfulltrúi úr 908 þúsund krónum á mánuði í um 750 þúsund krónur fyrir skatt eða 2,5föld lágmarkslaun. Jafnframt er vitnað í borgarfulltrúann. „Mér finnst að við eigum að setja mörk á hæstu laun í samfélaginu, hversu mikið hærri þau geti verið en lágmarkslaun. Mér finnst þreföld lágmarkslaun algjört hámark, til dæmis fyrir borgarstjóra, og setti launin mín því í þrep þar fyrir neðan,“ segir Sanna. Maístjarnan er sjóður sem heyrir undir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, sem sér um rekstur hans og úthlutanir en hann er ætlaður til styrkingar hagsmunabaráttu verr settra hópa. Sósíalistaflokkurinn fékk framlag frá Reykjavíkurborg upp á 900 þúsund krónur á þessu ári. Á næsta ári má reikna með að framlagið verði tvöfalt hærra og á kjörtímabilinu renni um sjö milljónir króna úr borgarsjóði til Maístjörnunnar, í gegnum Sósíalistaflokkinn. Framlag Sönnu til Maístjörnunnar á kjörtímabilinu er metið á yfir fjórum milljónum króna. Borgarstjórn Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, hefur ákveðið að styrkja Maístjörnuna, sérstakan sjóð Sósíalistaflokksins, með mánaðarlegu framlagi, 100 þúsund krónum. Þetta er fé sem hún ætlar að taka beint af launum sínum sem þýðir þá að þau lækka sem því nemur. Þetta kemur fram meðal annars í tilkynningu sem sjá má á vef Sósíalistafélags Íslands. Þar segir af Maístjörnunni, sem er framkvæmdasjóður flokksins. Þar segir að með þessu lækki Sanna í raun laun sín sem borgarfulltrúi úr 908 þúsund krónum á mánuði í um 750 þúsund krónur fyrir skatt eða 2,5föld lágmarkslaun. Jafnframt er vitnað í borgarfulltrúann. „Mér finnst að við eigum að setja mörk á hæstu laun í samfélaginu, hversu mikið hærri þau geti verið en lágmarkslaun. Mér finnst þreföld lágmarkslaun algjört hámark, til dæmis fyrir borgarstjóra, og setti launin mín því í þrep þar fyrir neðan,“ segir Sanna. Maístjarnan er sjóður sem heyrir undir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, sem sér um rekstur hans og úthlutanir en hann er ætlaður til styrkingar hagsmunabaráttu verr settra hópa. Sósíalistaflokkurinn fékk framlag frá Reykjavíkurborg upp á 900 þúsund krónur á þessu ári. Á næsta ári má reikna með að framlagið verði tvöfalt hærra og á kjörtímabilinu renni um sjö milljónir króna úr borgarsjóði til Maístjörnunnar, í gegnum Sósíalistaflokkinn. Framlag Sönnu til Maístjörnunnar á kjörtímabilinu er metið á yfir fjórum milljónum króna.
Borgarstjórn Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira