Tíminn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 10. desember 2018 07:00 Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að flýta sér. Tíminn er ekki til. Hann er ekki annað en minningar okkar og svo væntingar, spádómar. Orð yfir dásamlega loftkennd hugtök sem þýða eitt í þínum huga en annað í mínum. Tíminn er ekki! Því er óþarfi að hlaupa í búðir og fá andarteppu í hægfara rúllustigum. Ástæðulaust að grenja í biðröðum. Tilgangslaust að keyra yfir á rauðu ljósi til þess að ná að sýna börnunum risavaxið piparkökuhúsaþorp á stærð við Grenivík í reðurlaga verslunarmiðstöð, eða til þess að ná að kaupa stærsta grenitréð í Alaska við Miklatorg sem er þar ekki lengur og því óþarfi að bíða eftir því að heyra: „Hvar fáum við jólatré og skreytingar? Í Alaska. Hvar fáum við blóm og gjafavöru? Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg.“ Þetta er farið. Búið. Þú nærð þessu aldrei og því viturlegra að stoppa á rauðu og slökkva á auglýsingunum í útvarpinu og gjafaleikjunum. Hlustaðu frekar á suðið í krakkanum sem er njörvaður niður í evrópusambandsvottaðan barnabílstól svo barnið geti lifað öll högg tímakapphlaupsins sem þú kennir því samviskusamlega, óaflátanlega. Suðið um eiturslímið sem freyðir eins og keyta þegar drekinn með svörtu augun ælir því ofan í gjótuna ógurlegu og brennir þannig upp börn djöfulsins sem fylgja í sérstakri plastpakkningu og notast við AAA-rafhlöður sem þarf að kaupa aukalega. Tíminn er ekki til og því óþarfi að kaupa rándýr námskeið um núvitund. Núið myndi fylgja tímanum væri hann til, líkt og þáið og sennið. Skrýtin orð um undursamlega loftkennd hugtök sem kaupmennska, kapítalismi og vélvæðing hafa komið inn hjá þrælum sínum. Tíminn er ekki til og hefur aldrei verið til. Þú bara heldur það, þú bara heldur það á hlaupum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun