Það var enginn LeBron James í liði Los Angeles Lakers er liðið tapaði á móti nágrönnum sínum úr Englaborg, Los Angeles Clippers í NBA deildinni í nótt.
Liðin úr Englaborginni, Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers mættust í nótt en LeBron James var ekki í liði Lakers.
Clippers vann leikinn 118-107 en þetta var annað tap Lakers í röð, en jafnframt annar sigur Clippers í röð.
Lou Williams var stigahæstur í liði Clippers með 36 stig og Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 24 stig.
Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma City Thunder er hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í sigri liðsins á Phoenix Suns, 118-102.
Sömu sögu má segja af Anthony Davis sem skoraði 48 stig og tók 17 fráköst er lið hans, New Orleans Pelicans bar sigurorð af Dallas Mavericks í spennandi leik, 114-112. Slóvenska undrabarnið, Luka Doncic var stigahæstur í liði Dallas með 34 stig.
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets 100-87 Brooklyn Nets
Washington Wizards 92-101 Chicago Bulls
Orlando Magic 116-87 Toronto Raptors
Indiana Pacers 125-88 Detroit Pistons
Minnesota Timberwolves 120-123 Atlanta Hawks
New Orleans Pelicans 114-112 Dallas Mavericks
Miami Heat 118-94 Cleveland Cavaliers
Pheonix Suns 102-118 Oklahoma City Thunder
Denver Nuggets 102-99 San Antonio Spurs
Los Angeles Lakers 107-118 Los Angeles Clippers
Enginn LeBron James í baráttunni um Englaborg
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn