Hvað gerðist eiginlega? Guðmundur Steingrímsson skrifar 29. desember 2018 07:45 Merkilegt. Þegar maður lítur til baka yfir svona ár, eins og þetta ár var — ekkert rosalegt ár, verður að segjast — þá er eins og maður muni ekki baun eftir neinu sem gerðist í þjóðlífinu. Maður er tómur. Minnið er steindautt. Samt veit maður að á þessu ári urðu skandalar, eins og á öllum öðrum árum. Það gusu upp hitamál. Það var rifist um eitthvað. Eitthvað gerðist. Maður bara man ekki hvað. Maður þarf að rifja upp. Mér til málsbóta má benda á þá staðreynd að í raun áttu engir gríðarlega afgerandi viðburðir sér stað árið 2018. Held ég. Enginn gekk á Tunglinu. Maður myndi muna eftir því. Engin árás var gerð á Tvíburaturna. Ekkert efnahagslíf hrundi. Líf fannst ekki á öðrum hnöttum. Loftsteinn skall ekki á jörðinni. Ár í móðu Mér líður soldið eins og Gunnari Braga hefur liðið þegar hann vaknaði eftir Klaustur og teygði sig í símann sinn. Hvað gerðist eiginlega? Ég er smá ringlaður. Ég er þó ekki að vakna eftir óreglu. Ég hef verið með fullum sönsum megnið af árinu. Ég var ekki að gera upp á bak. Ég hef verið að fylgjast með. Yfirgripsmikið minnisleysi mitt um þjóðfélagsmál er mér hins vegar sérstakt umhugsunarefni á þessum áramótum. Hvað skiptir mann máli? Hvað situr eftir þegar svona ár hverfur? Ég gúggla. Það var greinilega eitt og annað í deiglunni. Pia Kjærsgaard kom og fór. Fundurinn á Þingvöllum til að fagna fullveldissáttmálanum var epískt klúður. Ég hugsa að ef ég væri einn af skipuleggjendum myndi ég fara með slípirokk á öll skjöl tengd ákvörðunum um þennan viðburð, eins og Jón Gnarr gerði við Banksy-plakatið. Líklega var þetta klúður ársins. Fyrir utan það hvað málflutningur Piu er umdeildur á Íslandi og viðbrögðin við komu hennar því ágætur vitnisburður um tíðarandann, þá felst viss lærdómur líka í öllum þessum hátíðarhöldum í heild sinni. Þau áttu að setja svip sinn á árið. Þetta var jú 100 ára afmæli fullveldisins. Fullt af fólki vann að því af metnaði að skapa hátíðarstemningu í kringum þennan viðburð. Fólk átti að valhoppa af kæti með gasblöðru. En það varð einhvern veginn ekki neitt úr neinu. Drottningin kom og henni varð kalt. Þingmenn voru þunnir. Vindur gnauðaði. Kannski er þetta fullreynt með 1. des? Það er enginn að fara út að fagna einhverju á 1. des. Það er of mikið myrkur. Of mikil mugga. Of mikið kvef og nefrennsli. Of mikill jólaerill. Og svo nennir fólk kannski ekki að fagna þessu fullveldi lengur? Ég veit það ekki.Hannes Þór Halldórsson ver frá Messi á HM í Rússlandi í sumar.Fréttablaðið/GETTYNúll stig Þetta var árið sem Ísland, sem fullvalda þjóð, fékk núll stig í Júróvisjón. Sem sagt: Viss ládeyða. Kannski var tónninn sleginn strax í upphafi árs? Hvert var aðalumræðuefni janúarmánaðar, gott fólk? Jú. Jarðvegsgerlar. Hér fór fram áköf og gagnmerk umræða um jarðvegsgerla sem fundust í kalda vatninu í Reykjavík. Margir urðu sérfræðingar. Sumum varð heitt í hamsi. Mig rámar í að einhver hafi viljað að Dagur segði af sér. Eða var það út af saurgerlum í sjónum? Í öllu falli: Þetta jarðvegsgerlamál er óútkljáð. Það er greinilegt að menn ætla ekki að klára þessu umræðu. Febrúar kom. Ég held að ein meginástæða þess að árið er svona í huga manns eins og það er — lítið afgerandi — sé sú að í pólitíkinni gerðist eiginlega ekki neitt nema rétt undir lokin þegar Sigmundur og félagar duttu í það. Að öðru leyti voru stjórnmálin mestmegnis með kyrrum kjörum. Ástæða þess held ég að sé einföld. Mér sýnist að við stjórnvölinn sé ríkisstjórn sem hefur það beinlínis að markmiði sínu, og kannski að eina markmiði sínu, að gera sem minnst. Að setja á pásu. Að rugga ekki bátnum. Þetta sést einna best á því að þingið fór í frí fyrir jól á tilsettum tíma, sem hefur ábyggilega ekki gerst síðan níu hundruð og eitthvað. Þetta markmið er smá skiljanlegt. Eftir mörg ár óróa og mótmæla ríkir viss langþreyta í samfélaginu. Friður er markmið í sjálfu sér. Einstaka verkalýðsleiðtogar eru að reyna að keyra upp stemningu fyrir marxisma og smá byltingu, en heilt yfir virðist ríkja þörf fyrir ró. Þjóðin er innávið. Breyttur veruleiki Facebook mun þó auðvitað alltaf loga. Þjóðin er ekki steindauð. Eitt af því sem hefur einkennt árið er aukinn hraði vissra umfangsmikilla breytinga úr einum veruleika yfir í annan, þar sem samfélagsmiðlar eru í aðalhlutverki. Við erum öll í beinni útsendingu. Við erum öll í lófanum á hinum. Enginn getur lengur farið niður í bæ og verið dóni án þess að vakna daginn eftir við sms frá mömmu sinni um að það sé eitthvert skrítið myndband af honum í gangi á internetinu. Svona er þetta bara. Núna er runninn upp sá tími að allir verða að haga sér, eða vera með hauspoka ella. Hvert þetta leiðir á endanum á eftir að koma í ljós. Það er ekki augljóst að allsherjar sið- og kurteisisbyltingin verði niðurstaðan. Hugsanlega breytast bara viðmiðin eða dólgslætin magnast í óhleruðum undirheimum. Kannski verður veröldin þannig eftir tíu ár að myndband af þingmönnum á bar að tala illa um konur þykir alvanalegt. Enn ein upptakan. Ég vona ekki, en við vitum það ekki. Tímarnir eru forvitnilegir hvað þetta varðar. Framtíðin þróast yfirleitt ekki í beinni, rökréttri línu. Svona bylting færir okkur til áður óþekktra áfangastaða. Annað sem virðist þó þróast í óþægilega beinni, rökréttri línu eru loftlagsbreytingar. Þar er línan skýr. Við erum á leið til fjandans. Undir þessu lítt afgerandi ári kraumuðu þannig afgerandi breytingar einnig hvað þetta varðar. Þetta var ár veðursins. Hér á Íslandi var skítaveður. Úti í heimi loguðu skógar í fortakslausum hitabylgjum og þurrkum með skelfilegum afleiðingum. Þessi veruleiki mun hafa áhrif á okkur öll. Eitthvað rosalegt þarf að gera. Megi ófyrirsjáanleg bylting gjarnan breyta þessari línu. Móment ársins Spurning um að setja Hannes Þór Halldórsson í málið? Auðvitað var það móment ársins þegar Hannes varði vítið frá Messi. Ef Hannes er ekki búinn að prenta út þá fréttamynd og þekja stofuvegginn sinn með henni er spurning um að einhver geri það fyrir hann. Það var líklega hin raunverulega fullveldishátíð, þegar Íslendingar hoppuðu um andlitsmálaðir í Íslandsbolum í húsunum sínum, á börum, í almenningsgörðum eða úti í Rússlandi þegar Hannes varði vítið. Og auðvitað er það einkennandi fyrir mann sem Íslending að sami skapi, að maður skuli ekki telja ástæðu til að fjölyrða frekar um frammistöðu íslenska liðsins á þessum vettvangi. Maðurinn varði frá Messi. Geri aðrir betur. Lífið er núna Já, farvel, árið 2018. Ég hafði gaman af þér. Nú þegar ég hef gúgglað hvað gerðist sé ég að þetta var þrátt fyrir allt eitt af þessum árum sem voru full af lífi og fjöri. Það var eitthvað manneskjulegt við þetta ár. Sjálfsskoðun ríkir. Það er gerjun í gangi. Andstæðurnar í veröldinni eru miklar og enginn veit í raun hvað gerist næst. Ég fer hins vegar ekki ofan af því hversu bitastætt það er að setjast niður og ætla sér að rifja upp atburði þjóðlífsins, en muna ekki baun. Hvað skiptir máli? Hvað situr eftir þegar ár líður? Ég held að flestir hafi sömu sögu að segja. Atburðir einkalífsins og þeir atburðir sem snerta við manni í tilverunni, eru efstir á baugi. Ég man lítið eftir Piu Kjærsgaard, né heldur hvarflar hugurinn oft að jarðvegsgerlum í Heiðmörk, en vá hvað ég ber góðar minningar frá fermingu dóttur minnar, fyrsta maraþoni okkar hjóna, frábæru balli í Flatey, bakpokaferðalagi um Portúgal og árlegri skíðaferð norður. Viðburðir þjóðlífsins koma og fara en lífið heldur áfram. Alls staðar er fólk að gera eitthvað. Fólk í vinnu. Fólk í stressi. Fólk að hlæja. Fólk að syrgja. Fólk að keppa að markmiðum. Fólk að slaka á. Fólk að lifa af. Fólk að hittast. Fólk að plana. Lífið er núna, sagði Stefán Karl og kvaddi. Mér finnst það vera setning ársins frá manni ársins. Enn eitt árið er liðið manni til lágstemmdrar en skýrrar áminningar um það að hið besta sem manni býðst er að skapa sér góðar minningar sjálfur og safna þeim. Svo getur maður gúgglað allt hitt. Gleðilegt ár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Merkilegt. Þegar maður lítur til baka yfir svona ár, eins og þetta ár var — ekkert rosalegt ár, verður að segjast — þá er eins og maður muni ekki baun eftir neinu sem gerðist í þjóðlífinu. Maður er tómur. Minnið er steindautt. Samt veit maður að á þessu ári urðu skandalar, eins og á öllum öðrum árum. Það gusu upp hitamál. Það var rifist um eitthvað. Eitthvað gerðist. Maður bara man ekki hvað. Maður þarf að rifja upp. Mér til málsbóta má benda á þá staðreynd að í raun áttu engir gríðarlega afgerandi viðburðir sér stað árið 2018. Held ég. Enginn gekk á Tunglinu. Maður myndi muna eftir því. Engin árás var gerð á Tvíburaturna. Ekkert efnahagslíf hrundi. Líf fannst ekki á öðrum hnöttum. Loftsteinn skall ekki á jörðinni. Ár í móðu Mér líður soldið eins og Gunnari Braga hefur liðið þegar hann vaknaði eftir Klaustur og teygði sig í símann sinn. Hvað gerðist eiginlega? Ég er smá ringlaður. Ég er þó ekki að vakna eftir óreglu. Ég hef verið með fullum sönsum megnið af árinu. Ég var ekki að gera upp á bak. Ég hef verið að fylgjast með. Yfirgripsmikið minnisleysi mitt um þjóðfélagsmál er mér hins vegar sérstakt umhugsunarefni á þessum áramótum. Hvað skiptir mann máli? Hvað situr eftir þegar svona ár hverfur? Ég gúggla. Það var greinilega eitt og annað í deiglunni. Pia Kjærsgaard kom og fór. Fundurinn á Þingvöllum til að fagna fullveldissáttmálanum var epískt klúður. Ég hugsa að ef ég væri einn af skipuleggjendum myndi ég fara með slípirokk á öll skjöl tengd ákvörðunum um þennan viðburð, eins og Jón Gnarr gerði við Banksy-plakatið. Líklega var þetta klúður ársins. Fyrir utan það hvað málflutningur Piu er umdeildur á Íslandi og viðbrögðin við komu hennar því ágætur vitnisburður um tíðarandann, þá felst viss lærdómur líka í öllum þessum hátíðarhöldum í heild sinni. Þau áttu að setja svip sinn á árið. Þetta var jú 100 ára afmæli fullveldisins. Fullt af fólki vann að því af metnaði að skapa hátíðarstemningu í kringum þennan viðburð. Fólk átti að valhoppa af kæti með gasblöðru. En það varð einhvern veginn ekki neitt úr neinu. Drottningin kom og henni varð kalt. Þingmenn voru þunnir. Vindur gnauðaði. Kannski er þetta fullreynt með 1. des? Það er enginn að fara út að fagna einhverju á 1. des. Það er of mikið myrkur. Of mikil mugga. Of mikið kvef og nefrennsli. Of mikill jólaerill. Og svo nennir fólk kannski ekki að fagna þessu fullveldi lengur? Ég veit það ekki.Hannes Þór Halldórsson ver frá Messi á HM í Rússlandi í sumar.Fréttablaðið/GETTYNúll stig Þetta var árið sem Ísland, sem fullvalda þjóð, fékk núll stig í Júróvisjón. Sem sagt: Viss ládeyða. Kannski var tónninn sleginn strax í upphafi árs? Hvert var aðalumræðuefni janúarmánaðar, gott fólk? Jú. Jarðvegsgerlar. Hér fór fram áköf og gagnmerk umræða um jarðvegsgerla sem fundust í kalda vatninu í Reykjavík. Margir urðu sérfræðingar. Sumum varð heitt í hamsi. Mig rámar í að einhver hafi viljað að Dagur segði af sér. Eða var það út af saurgerlum í sjónum? Í öllu falli: Þetta jarðvegsgerlamál er óútkljáð. Það er greinilegt að menn ætla ekki að klára þessu umræðu. Febrúar kom. Ég held að ein meginástæða þess að árið er svona í huga manns eins og það er — lítið afgerandi — sé sú að í pólitíkinni gerðist eiginlega ekki neitt nema rétt undir lokin þegar Sigmundur og félagar duttu í það. Að öðru leyti voru stjórnmálin mestmegnis með kyrrum kjörum. Ástæða þess held ég að sé einföld. Mér sýnist að við stjórnvölinn sé ríkisstjórn sem hefur það beinlínis að markmiði sínu, og kannski að eina markmiði sínu, að gera sem minnst. Að setja á pásu. Að rugga ekki bátnum. Þetta sést einna best á því að þingið fór í frí fyrir jól á tilsettum tíma, sem hefur ábyggilega ekki gerst síðan níu hundruð og eitthvað. Þetta markmið er smá skiljanlegt. Eftir mörg ár óróa og mótmæla ríkir viss langþreyta í samfélaginu. Friður er markmið í sjálfu sér. Einstaka verkalýðsleiðtogar eru að reyna að keyra upp stemningu fyrir marxisma og smá byltingu, en heilt yfir virðist ríkja þörf fyrir ró. Þjóðin er innávið. Breyttur veruleiki Facebook mun þó auðvitað alltaf loga. Þjóðin er ekki steindauð. Eitt af því sem hefur einkennt árið er aukinn hraði vissra umfangsmikilla breytinga úr einum veruleika yfir í annan, þar sem samfélagsmiðlar eru í aðalhlutverki. Við erum öll í beinni útsendingu. Við erum öll í lófanum á hinum. Enginn getur lengur farið niður í bæ og verið dóni án þess að vakna daginn eftir við sms frá mömmu sinni um að það sé eitthvert skrítið myndband af honum í gangi á internetinu. Svona er þetta bara. Núna er runninn upp sá tími að allir verða að haga sér, eða vera með hauspoka ella. Hvert þetta leiðir á endanum á eftir að koma í ljós. Það er ekki augljóst að allsherjar sið- og kurteisisbyltingin verði niðurstaðan. Hugsanlega breytast bara viðmiðin eða dólgslætin magnast í óhleruðum undirheimum. Kannski verður veröldin þannig eftir tíu ár að myndband af þingmönnum á bar að tala illa um konur þykir alvanalegt. Enn ein upptakan. Ég vona ekki, en við vitum það ekki. Tímarnir eru forvitnilegir hvað þetta varðar. Framtíðin þróast yfirleitt ekki í beinni, rökréttri línu. Svona bylting færir okkur til áður óþekktra áfangastaða. Annað sem virðist þó þróast í óþægilega beinni, rökréttri línu eru loftlagsbreytingar. Þar er línan skýr. Við erum á leið til fjandans. Undir þessu lítt afgerandi ári kraumuðu þannig afgerandi breytingar einnig hvað þetta varðar. Þetta var ár veðursins. Hér á Íslandi var skítaveður. Úti í heimi loguðu skógar í fortakslausum hitabylgjum og þurrkum með skelfilegum afleiðingum. Þessi veruleiki mun hafa áhrif á okkur öll. Eitthvað rosalegt þarf að gera. Megi ófyrirsjáanleg bylting gjarnan breyta þessari línu. Móment ársins Spurning um að setja Hannes Þór Halldórsson í málið? Auðvitað var það móment ársins þegar Hannes varði vítið frá Messi. Ef Hannes er ekki búinn að prenta út þá fréttamynd og þekja stofuvegginn sinn með henni er spurning um að einhver geri það fyrir hann. Það var líklega hin raunverulega fullveldishátíð, þegar Íslendingar hoppuðu um andlitsmálaðir í Íslandsbolum í húsunum sínum, á börum, í almenningsgörðum eða úti í Rússlandi þegar Hannes varði vítið. Og auðvitað er það einkennandi fyrir mann sem Íslending að sami skapi, að maður skuli ekki telja ástæðu til að fjölyrða frekar um frammistöðu íslenska liðsins á þessum vettvangi. Maðurinn varði frá Messi. Geri aðrir betur. Lífið er núna Já, farvel, árið 2018. Ég hafði gaman af þér. Nú þegar ég hef gúgglað hvað gerðist sé ég að þetta var þrátt fyrir allt eitt af þessum árum sem voru full af lífi og fjöri. Það var eitthvað manneskjulegt við þetta ár. Sjálfsskoðun ríkir. Það er gerjun í gangi. Andstæðurnar í veröldinni eru miklar og enginn veit í raun hvað gerist næst. Ég fer hins vegar ekki ofan af því hversu bitastætt það er að setjast niður og ætla sér að rifja upp atburði þjóðlífsins, en muna ekki baun. Hvað skiptir máli? Hvað situr eftir þegar ár líður? Ég held að flestir hafi sömu sögu að segja. Atburðir einkalífsins og þeir atburðir sem snerta við manni í tilverunni, eru efstir á baugi. Ég man lítið eftir Piu Kjærsgaard, né heldur hvarflar hugurinn oft að jarðvegsgerlum í Heiðmörk, en vá hvað ég ber góðar minningar frá fermingu dóttur minnar, fyrsta maraþoni okkar hjóna, frábæru balli í Flatey, bakpokaferðalagi um Portúgal og árlegri skíðaferð norður. Viðburðir þjóðlífsins koma og fara en lífið heldur áfram. Alls staðar er fólk að gera eitthvað. Fólk í vinnu. Fólk í stressi. Fólk að hlæja. Fólk að syrgja. Fólk að keppa að markmiðum. Fólk að slaka á. Fólk að lifa af. Fólk að hittast. Fólk að plana. Lífið er núna, sagði Stefán Karl og kvaddi. Mér finnst það vera setning ársins frá manni ársins. Enn eitt árið er liðið manni til lágstemmdrar en skýrrar áminningar um það að hið besta sem manni býðst er að skapa sér góðar minningar sjálfur og safna þeim. Svo getur maður gúgglað allt hitt. Gleðilegt ár!
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun