Netdónarnir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. desember 2018 07:45 Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hluti af mannlegu eðli, og bæði skiljanlegt og eðlilegt, að vilja njóta viðurkenningar annarra. Mun verra er þegar einstaklingar leggja slíkt ofurkapp á að fá viðurkenningu að þeir vakta það vandlega hvort einhver sé ekki örugglega að hrósa þeim. Þannig eru margir líklegir til að telja lækin sem þeir fá Facebook og álíta um leið fjölda þeirra ótvírætt merki um það hvort þeir séu á réttri leið eða ekki. Komi lækin ekki fyllist viðkomandi einstaklingur óöryggi og kvíða. Hann er orðinn svo vanur því að endurspegla sig í viðbrögðum annarra að hann þarf stöðugt utanaðkomandi staðfestingu á ágæti þess sem hann tekur sér fyrir hendur. Aðrir eru farnir að stjórna tilfinningalífi hans í of miklum mæli. Það er ekki sérlega góð leið til að lifa lífinu. Einstaklingur sem lætur álit annarra stjórna gjörðum sínum er því miður sérlega viðkvæmur fyrir gagnrýni sem brýtur niður sjálfsmynd hans. Einmitt það kunna ýmsir að vilja nýta sér – og þá sérstaklega netdónarnir. Í hinu daglega lífi gilda ákveðnar kurteisisreglur og sá sem brýtur þær hefur gerst sekur um dónaskap og hefur yfirleitt vit á því að sjá að sér og biðjast afsökunar. Það er ekki sami hemill í netheimum, þar sem næsta sjálfsagt þykir að dónar vaði uppi. Þetta eru einstaklingar sem eiga afar erfitt með að hrósa eða sýna jákvæðni. Þeir virðast beinlínis njóta þess að spúa út úr sér athugasemdum sem er ætlað að meiða og særa aðra. Orð þeirra segja vitanlega allt um þá sjálfa og opinbera mjög greinilega að þeir eru fastir í neikvæðni, reiði og biturð. Það er ekki bara líkt og þeir sjái aldrei til sólar, þeir virðast hreinlega ekki kæra sig um að hleypa sólargeislum inn í líf sitt. Tilgangur þeirra með því að fara á netið og gera athugasemdir við hin ýmsu skrif þar virðist aðallega sá að gera öðrum lífið leitt. Einstaklingar með sæmilega sterka sjálfsmynd vita nákvæmlega hvers konar skrif eru þarna á ferð og láta sig þau litlu skipta og taka þau ekki inn á sig. Því miður eru samt alltaf einhverjir sem taka mark á sóðaathugasemdum og verða miður sín þegar þeir lesa um sjálfa sig ófögur orð. Stöðugt er hamrað á því að hinir fullorðnu eigi að vera góðar fyrirmyndir, en þeir geta ekki orðið það nema þeir hegði sér sómasamlega og sýni yfirvegun. Æska landsins elst upp við það að nánast hvað sem er telst gjaldgengt á netinu. Afleiðingin er sú að afar sorgleg dæmi eru um að ungmenni leggi skólafélaga í einelti á netinu, skrifi um þá alls kyns níð og geri lítið úr þeim. Á þann hátt er sérlega auðvelt að brjóta niður viðkvæmar sálir. Ef þeir sem fara fram með dónaskap og ruddahætti á netinu létu út úr sér slíkt orðbragð þegar þeir stæðu frammi fyrir öðrum þá yrði brugðist hart við. Viðkomandi væri gert ljóst að framferði hans yrði engan veginn liðið. En þegar kemur að netinu fá dónarnir að hamast óáreittir og spúa eitri í allar áttir. Það þarf að ræða um ruddaskapinn á netinu, um hann á ekki að ríkja þögn.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun