Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 11:40 Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundur sameiginlegrar samninganefndar VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 11 í morgun. Í samtali við Vísi segist Vilhjálmur telja að sáttasemjari muni kalla eftir gögnum og upplýsingum, hverjar kröfur verkalýðsfélaganna séu og hvar deiluaðilar eru staddir í samningaferlinu. „Við munum leggja áherslu á að það verði sett á laggirnar einhvers konar plan um að reyna að hraða þessu ferli eins og kostur er því það er mikið í húfi,“ segir Vilhjálmur. Félögin gera kröfur um afturvirkni samninga frá 1. janúar 2019 og vilja að það verði ákveðið strax í upphafi viðræðna að svo verði. Vilhjálmur segist búast við því að samninganefndin muni impra á þessu atriði. Þetta skipti miklu máli því milljarðar séu í húfi fyrir launafólk fyrir hvern mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðun um afturvirkni og önnur stór atriði væri vanalega tekin í lok kjaraviðræðna. Hann velti upp þeirri spurningu að ef SA myndi fallast á kröfuna um afturvirkni þá mætti spyrja hvort félögin væru á móti tilbúin að gefa frá sér skuldbindandi yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki gera kröfu um afturvirkni ef þau boði til verkfalla. Vilhjálmur segir spurður út í þetta að það komi ekki til greina af hálfu félaganna að gefa frá sér verkfallsvopnið. „Við höfum svo sem ekki rætt það með formlegum hætti en ég get ekki ímyndað mér að það komi til greina enda er það eina vopnið sem íslenskt lágtekjufólk hefur,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Tengdar fréttir Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með SA í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun. Félögin slitu sig nýverið úr samfloti með Starfsgreinasambandinu. Formaður VLFA væntir ekki stórtíðinda af fundinum en félögin muni ganga hart eftir svörum frá SA. 27. desember 2018 08:00