Að minnsta kosti 28 meiddust þegar 4,8 stiga jarðskjálfti reið yfir Sikiley, nærri eldfjallinu Etnu, í gær. Skjálftinn átti upptök sín nærri bænum Viagrande.
Tíu voru flutt á sjúkrahús vegna meiðsla sem fólkið hlaut af völdum braks er hrundi ofan á það. Skjálftinn var sá sterkasti frá því að gos hófst í Etnu á mánudaginn.
